Ríkissaksóknari er með dóm MDE til skoðunar

Landsréttur | 10. desember 2020

Ríkissaksóknari er með dóm MDE til skoðunar

Embætti ríkissaksóknara er með niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu frá í síðustu viku til skoðunar og hvort og þá hvaða áhrif niðurstaðan muni hafa á mál sem dæmd voru af þeim fjórum dómurum sem færðir voru til frá uppröðun hæfnisnefndar þegar dómarar við Landsrétt voru skipaðir við stofnun dómstólsins.

Ríkissaksóknari er með dóm MDE til skoðunar

Landsréttur | 10. desember 2020

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru …
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á hendur Geirs H. Haarde

Embætti ríkissaksóknara er með niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu frá í síðustu viku til skoðunar og hvort og þá hvaða áhrif niðurstaðan muni hafa á mál sem dæmd voru af þeim fjórum dómurum sem færðir voru til frá uppröðun hæfnisnefndar þegar dómarar við Landsrétt voru skipaðir við stofnun dómstólsins.

Embætti ríkissaksóknara er með niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu frá í síðustu viku til skoðunar og hvort og þá hvaða áhrif niðurstaðan muni hafa á mál sem dæmd voru af þeim fjórum dómurum sem færðir voru til frá uppröðun hæfnisnefndar þegar dómarar við Landsrétt voru skipaðir við stofnun dómstólsins.

Yfirdeild Mannréttindadómstólsins komst í niðurstöðu sinni að því að dómararnir fjórir hefðu verið ólöglega skipaðir.

Engar beiðnir hafa hins vegar borist embættinu frá sakborningum umræddra mála um endurupptöku mála vegna niðurstöðunnar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn mbl.is.

Lögmaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem rak málið fyrir Mannréttindadómstólnum, hefur kallað eftir því að ríkissaksóknari taki niðurstöðuna til skoðunar og staðfestir Sigríður við mbl.is að embættið sé með málið á sínu borði.

Fyrirspurn mbl.is náði einnig til þess hvort embætti ríkissaksóknara teldi að dómurinn myndi hafa áhrif, hvort brugðist yrði við niðurstöðunni og hvort farið yrði fram á endurupptöku í einhverjum eða öllum málunum, en sem fyrr segir var svarið einungis á þá leið að málið væri til skoðunar.

mbl.is