Ungabarn meðal smitaðra

Kórónuveiran Covid-19 | 11. desember 2020

Ungabarn meðal smitaðra

Fjórar fjölskyldur hælisleitenda, alls tólf einstaklingar, dvelja í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg en átta þeirra eru með kórónuveirusmit. Öll eru smitin rakin til hópsýkingar í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði.

Ungabarn meðal smitaðra

Kórónuveiran Covid-19 | 11. desember 2020

Húsnæði Útlendingastofnunar.
Húsnæði Útlendingastofnunar. mbl.is/Hari

Fjórar fjölskyldur hælisleitenda, alls tólf einstaklingar, dvelja í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg en átta þeirra eru með kórónuveirusmit. Öll eru smitin rakin til hópsýkingar í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði.

Fjórar fjölskyldur hælisleitenda, alls tólf einstaklingar, dvelja í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg en átta þeirra eru með kórónuveirusmit. Öll eru smitin rakin til hópsýkingar í húsnæði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Sex af átta greindust með veiruna í gær en um­rædd­ir ein­stak­ling­ar voru all­ir í sótt­kví við grein­ingu, en enn er óljóst hversu út­breitt smitið er.

Fram­an­greint smit kom upp í úrræði á veg­um Hafn­ar­fjarðarbæj­ar. Hús­næðið hýs­ir fjöl­skyld­ur, en því er skipt upp í nokkr­ar íbúðir. Hvers fjöl­skylda er þannig með eld­un­ar- og sal­ern­isaðstöðu út af fyr­ir sig. Það er því ekki víst að smitið sé mjög út­breitt. 

Meðal þeirra sem voru flutt í farsóttarhúsið með smit er eins árs gamalt barn en foreldrar þess eru ekki smitaðir. Auk þess þurftu ung börn að fylgja smituðum foreldrum sínum í einangrun.

mbl.is