Lyfjatengd andlát aldrei fleiri

Samfélagsmál | 15. desember 2020

Lyfjatengd andlát aldrei fleiri

Aldrei áður hafa lyfjatengd andlát verið jafn mörg í Skotlandi og á síðasta ári. Alls voru þau 1.264 talsins. Til samanburðar voru þau 30 talsins á Íslandi í fyrra.

Lyfjatengd andlát aldrei fleiri

Samfélagsmál | 15. desember 2020

Ofneysla lyfja eins og morfíns og heróíns getur verið banvæn.
Ofneysla lyfja eins og morfíns og heróíns getur verið banvæn. AFP

Aldrei áður hafa lyfjatengd andlát verið jafn mörg í Skotlandi og á síðasta ári. Alls voru þau 1.264 talsins. Til samanburðar voru þau 30 talsins á Íslandi í fyrra.

Aldrei áður hafa lyfjatengd andlát verið jafn mörg í Skotlandi og á síðasta ári. Alls voru þau 1.264 talsins. Til samanburðar voru þau 30 talsins á Íslandi í fyrra.

Skotland hefur ítrekað verið það land sem er með mesta misnotkun lyfja og fíkniefna í Evrópu. Fjölgun andláta á milli ára er 6%. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið fleiri þá hefur hægt á vextinum því á árinu 2018 fjölgaði lyfjatengdum andlátum um 27% í Skotlandi. 

Á Íslandi fækkaði aftur á móti lyfjatengdum andlátum á milli ára. Árið 2018 voru þau 39 en eins og áður sagði voru þau 30 í fyrra. Nú brá svo við að hlutfall kynja er jafnt á Íslandi en yfirleitt hafa fleiri karlar en konur látist af völdum lyfja. 11 þeirra sem létust á Íslandi voru á aldrinum 15-29 og jafn margir voru á aldrinum 45-59 ára. Níu einstaklingar á aldrinum 30-44 ára létust af völdum lyfja í fyrra og 8 einstaklingar yfir sextugt.

Skosk stjórnvöld segja að neyðarástand ríki í þessum málaflokki enda dauðsföllin þrefalt fleiri í Skotlandi heldur en í Bretlandi sem heild. 

Hvergi í Evrópu er lyfjanotkun jafn mikil og í Skotlandi en Svíþjóð er í öðru sæti listans. 

Í fyrra fjölgaði dauðsföllum þar sem viðkomandi hafði neytt morfíns og heróíns. 645 dauðsföll eru tengd þessum tveimur efnum í fyrra. Benzodíazepín-lyf eru einnig mjög algeng en krufning hefur leitt í ljós að þeir látnu höfðu í langflestum tilvikum tekið þannig lyf. Um er að ræða róandi lyf. Eins að í 94% lyfjatengdra dauðsfalla hafði viðkomandi tekið fleiri en eina tegund lyfja. 

mbl.is