Lyfjatengd andlát aldrei fleiri

Samfélagsmál | 15. desember 2020

Lyfjatengd andlát aldrei fleiri

Aldrei áður hafa lyfjatengd andlát verið jafn mörg í Skotlandi og á síðasta ári. Alls voru þau 1.264 talsins. Til samanburðar voru þau 30 talsins á Íslandi í fyrra.

Lyfjatengd andlát aldrei fleiri

Samfélagsmál | 15. desember 2020

Ofneysla lyfja eins og morfíns og heróíns getur verið banvæn.
Ofneysla lyfja eins og morfíns og heróíns getur verið banvæn. AFP

Aldrei áður hafa lyfja­tengd and­lát verið jafn mörg í Skotlandi og á síðasta ári. Alls voru þau 1.264 tals­ins. Til sam­an­b­urðar voru þau 30 tals­ins á Íslandi í fyrra.

Aldrei áður hafa lyfja­tengd and­lát verið jafn mörg í Skotlandi og á síðasta ári. Alls voru þau 1.264 tals­ins. Til sam­an­b­urðar voru þau 30 tals­ins á Íslandi í fyrra.

Skot­land hef­ur ít­rekað verið það land sem er með mesta mis­notk­un lyfja og fíkni­efna í Evr­ópu. Fjölg­un and­láta á milli ára er 6%. Þrátt fyr­ir að hafa aldrei verið fleiri þá hef­ur hægt á vext­in­um því á ár­inu 2018 fjölgaði lyfja­tengd­um and­lát­um um 27% í Skotlandi. 

Á Íslandi fækkaði aft­ur á móti lyfja­tengd­um and­lát­um á milli ára. Árið 2018 voru þau 39 en eins og áður sagði voru þau 30 í fyrra. Nú brá svo við að hlut­fall kynja er jafnt á Íslandi en yf­ir­leitt hafa fleiri karl­ar en kon­ur lát­ist af völd­um lyfja. 11 þeirra sem lét­ust á Íslandi voru á aldr­in­um 15-29 og jafn marg­ir voru á aldr­in­um 45-59 ára. Níu ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 30-44 ára lét­ust af völd­um lyfja í fyrra og 8 ein­stak­ling­ar yfir sex­tugt.

Skosk stjórn­völd segja að neyðarástand ríki í þess­um mála­flokki enda dauðsföll­in þre­falt fleiri í Skotlandi held­ur en í Bretlandi sem heild. 

Hvergi í Evr­ópu er lyfja­notk­un jafn mik­il og í Skotlandi en Svíþjóð er í öðru sæti list­ans. 

Í fyrra fjölgaði dauðsföll­um þar sem viðkom­andi hafði neytt morfíns og heróíns. 645 dauðsföll eru tengd þess­um tveim­ur efn­um í fyrra. Benzodíazepín-lyf eru einnig mjög al­geng en krufn­ing hef­ur leitt í ljós að þeir látnu höfðu í lang­flest­um til­vik­um tekið þannig lyf. Um er að ræða ró­andi lyf. Eins að í 94% lyfja­tengdra dauðsfalla hafði viðkom­andi tekið fleiri en eina teg­und lyfja. 

mbl.is