Japanskur maður sem hefur gengið undir heitinu „Twitter-morðinginn“ var í dag dæmdur til dauða fyrir rétti í Tókýó fyrir að hafa myrt og aflimað níu manneskjur sem hann kynntist á netinu.
Japanskur maður sem hefur gengið undir heitinu „Twitter-morðinginn“ var í dag dæmdur til dauða fyrir rétti í Tókýó fyrir að hafa myrt og aflimað níu manneskjur sem hann kynntist á netinu.
Japanskur maður sem hefur gengið undir heitinu „Twitter-morðinginn“ var í dag dæmdur til dauða fyrir rétti í Tókýó fyrir að hafa myrt og aflimað níu manneskjur sem hann kynntist á netinu.
Takahiro Shiraishi, sem er þrítugur að aldri, játaði að hafa myrt og aflimað fórnarlömb sín sem öll voru ung að árum. Ungt fólk sem hann kynntist í gegnum Twitter. Fórnarlömb Shiraishis voru á aldrinum 15-26 ára, átta konur og einn karl.
Verjendur hans töldu að þar sem fórnarlömb hans hafi öll viljað deyja þá ætti að dæma Shiraishi í fangelsi ekki til dauða.
Ekkert fórnarlambanna níu hafði beðið um að vera drepið né heldur hafði verið um þögult samkomulag að ræða sagði dómarinn við dómsuppkvaðninguna í dag.
Samkvæmt frétt NHK-sjónvarpsstöðvarinnar mættu 435 einstaklingar til að hlýða á dómsuppkvaðninguna en aðeins voru sæti fyrir 16 manns.