Binni Glee illa brenndur eftir að myndband lak á netið

Teboðið | 16. desember 2020

Binni Glee illa brenndur eftir að myndband lak á netið

Áhrifavaldurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, var gestur Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur í 27. þætti af Teboðinu. Í þættinum ræða þau uppljóstrara eða „snitches“ á ensku. 

Binni Glee illa brenndur eftir að myndband lak á netið

Teboðið | 16. desember 2020

Sunneva Einars, Binni Glee og Birta Líf ræddu uppljóstrara.
Sunneva Einars, Binni Glee og Birta Líf ræddu uppljóstrara. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, var gestur Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur í 27. þætti af Teboðinu. Í þættinum ræða þau uppljóstrara eða „snitches“ á ensku. 

Áhrifavaldurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, var gestur Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur í 27. þætti af Teboðinu. Í þættinum ræða þau uppljóstrara eða „snitches“ á ensku. 

Binni sjálfur hefur lent í því að minnsta kosti tvisvar að viðkvæmu myndbandi sem hann sendi á takmarkaðan hóp vina sinna hefur verið lekið á netið. Hann segist ekki enn vita hver hafi dreift myndbandinu en hann hafi minnkað þennan nána vinahóp á Instagram. 

„Núna passa ég mig geðveikt mikið á hvað ég er að fara setja í story af því ég nenni þessu ekki. Líka skilurðu við vorum að taka upp Æði 2 þegar myndbandinu var lekið, þennan dag var ég bara „ohh aftur þetta“. Þetta fokkar alveg upp í manni,“ segir Binni.

„Og maður verður fyrst alveg bara geðveikt „sad“ skilurðu, og svo var ég bara „own it up“ skilurðu, mér er alveg sama og setti í story og bara „explain now“ og vildi ekkert vera að fela þetta og skammast mín.“

Binni rifjaði líka upp atvik frá 2017 þar sem myndbandi af honum var lekið. Myndbandinu var lekið á YouTube og var þar í níu mánuði án hans vitneskju. Hann komst að því hver hefði dreift því myndbandi og er ekki í sambandi við hana í dag.

„Hún sá alveg eftir þessu, ég hata hana ekkert í dag,“ sagði Binni. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is