Vill selja fyrir nokkra tugi milljarða

Vill selja fyrir nokkra tugi milljarða

Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra líst vel á tillögur Bankasýslu ríkisins um að sölumeðferð verði hafin á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta sagði Bjarni í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann vill að ríkið selji fyrir nokkra tugi milljarða í bankanum áður en kjörtímabilinu lýkur, en segir að til lengri tíma hljóti markmiðið að vera að selja allan eignarhlut ríkisins.

Vill selja fyrir nokkra tugi milljarða

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 18. desember 2020

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Arnþór

Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra líst vel á til­lög­ur Banka­sýslu rík­is­ins um að sölumeðferð verði haf­in á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Þetta sagði Bjarni í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Hann vill að ríkið selji fyr­ir nokkra tugi millj­arða í bank­an­um áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur, en seg­ir að til lengri tíma hljóti mark­miðið að vera að selja all­an eign­ar­hlut rík­is­ins.

Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra líst vel á til­lög­ur Banka­sýslu rík­is­ins um að sölumeðferð verði haf­in á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Þetta sagði Bjarni í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Hann vill að ríkið selji fyr­ir nokkra tugi millj­arða í bank­an­um áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur, en seg­ir að til lengri tíma hljóti mark­miðið að vera að selja all­an eign­ar­hlut rík­is­ins.

Ríkið á Íslands­banka að fullu, en Banka­sýsl­an hef­ur um­sjá með eign­inni. Til stóð að hefja sölu­ferlið í fe­brú­ar en fallið var frá því þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst. Leiðtog­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa lýst efa­semd­um sín­um með hug­mynd­irn­ar, og sett spurn­ing­ar­merki við tíma­setn­ing­una. 

Góður tími til banka­sölu

Spurður hvort nú sé góður tími til að selja banka, seg­ist Bjarni telja að svo sé. „Við sjá­um að hluta­bréfa­vísi­tal­an hef­ur hækkað um 50% frá því hún botnaðieft­ir far­ald­ur­inn og á sama tíma hafa bank­ar í Evr­ópu hækkað yfir 30%,“ seg­ir Bjarni. Þá hafi ný­legt hluta­fjárút­boð Icelanda­ir gengið vel. „Við vit­um að það er mjög mikið laust fé í kerf­inu og ég held að það verði áhugi á að taka þátt í útboði.“

Til stend­ur að skrá bank­ann á markað. Að svo búnu gæti ríkið farið að selja hlut sinn. Eigið fé Íslands­banka stend­ur í um 180 millj­örðum króna og seg­ir Bjarni að gera megi ráð fyr­ir að eign­ar­hlut­ur­inn sé virði um 130-140 millj­arða króna, þótt slíkt sé auðvitað breyti­legt.

Ekki stend­ur þó til að selja all­an bank­ann á einu bretti. „Við þurf­um að meta um­fang [söl­unn­ar] og það er þátt­ur í því ferli sem er fram und­an að ákveða hversu stór­an eign­ar­hlut við mynd­um selja,“ seg­ir Bjarni.  „Við get­um verið að losa um nokkra tugi millj­arða og það kem­ur sér vel á þess­um tím­um. Ég held að þetta muni létta rík­is­sjóði að tak­ast á við halla­rekst­ur“ 

mbl.is