Vita að menn eru að fara í stríð

Nágrannaslagir | 27. desember 2020

Vita að menn eru að fara í stríð

Þetta ár hefur verið erfitt og undarlegt fyrir flesta vegna veirufaraldursins, þar á meðal Einar Árna Jóhannsson, þjálfara körfuboltaliðs karla í Njarðvík. Liðið hans hefur ekkert getað spilað síðan í október og óljóst er hvenær keppni getur hafist á ný í Dominos-deildinni.

Vita að menn eru að fara í stríð

Nágrannaslagir | 27. desember 2020

Njarðvík Keflavík 2020.
Njarðvík Keflavík 2020. Ljósmynd/Þóra Björk Ágústsdóttir

Þetta ár hef­ur verið erfitt og und­ar­legt fyr­ir flesta vegna veirufar­ald­urs­ins, þar á meðal Ein­ar Árna Jó­hanns­son, þjálf­ara körfu­boltaliðs karla í Njarðvík. Liðið hans hef­ur ekk­ert getað spilað síðan í októ­ber og óljóst er hvenær keppni get­ur haf­ist á ný í Dom­in­os-deild­inni.

Þetta ár hef­ur verið erfitt og und­ar­legt fyr­ir flesta vegna veirufar­ald­urs­ins, þar á meðal Ein­ar Árna Jó­hanns­son, þjálf­ara körfu­boltaliðs karla í Njarðvík. Liðið hans hef­ur ekk­ert getað spilað síðan í októ­ber og óljóst er hvenær keppni get­ur haf­ist á ný í Dom­in­os-deild­inni.

Tæpt ár er liðið síðan síðasti ná­granna­slag­ur Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur fór fram í karla­flokki en marg­ir horfa til þess­ara leikja með mik­illi eft­ir­vænt­ingu á hverju ári.

Ein­ar Árni er rétti maður­inn til að spyrja út í þess­ar viður­eign­ir því hann hef­ur mikla reynslu af því að etja kappi við ná­grann­ana í Kefla­vík og eru marg­ir leik­irn­ir orðnir sögu­fræg­ir. Hann seg­ist finna það á ýms­an máta hversu leik­irn­ir á móti þeim eru á allt öðrum stalli en aðrir leik­ir í deild­inni. Þess­ir leik­ir upp­fylla sömu­leiðis for­send­ur Viðars Hall­dórs­son­ar, pró­fess­ors í fé­lags­fræði, fyr­ir góðum ná­granna­slag. Iðulega er stutt á milli liðanna í getu, þau eru staðsett á svipuðum stað og ein­hver sögu­leg teng­ing er á milli þeirra.

Ein­ar Árni seg­ir und­ir­bún­ing­inn fyr­ir leik­ina gegn Kefla­vík allt öðru­vísi en fyr­ir aðra leiki og nefn­ir sem dæmi leik á móti ná­grannaliðinu sem var háður á óvenju­leg­um tíma, eða 30. des­em­ber 2005 í Ljóna­gryfj­unni í Njarðvík, sem heit­ir réttu nafni Njarðtaks­gryfjan. Til stóð ein­mitt til að liðin myndu keppa í deild­inni í dag, 27. des­em­ber, en því þurfti að fresta af sótt­varna­ástæðum.   

Sturlað and­rúms­loft á æf­ing­um

Fyr­ir fimmtán árum var Njarðvík­urliðið frek­ar ungt og æfðu menn „svaka­lega vel“ dag­ana fyr­ir jól og yfir hátíðarn­ar til að vera sem best und­ir­bún­ir fyr­ir rimm­una.

„And­rúms­loftið á æf­ing­un­um í aðdrag­anda þessa leiks var eig­in­lega al­veg sturlað. Við vor­um þarna með Jeb Ivey hjá okk­ur [Banda­ríkjamaður­inn Ivey setti heims­met með því að skora þriggja stiga körfu í 177 leikj­um í röð]. Hann seg­ir við mig eft­ir eina æf­ing­una: „Ég hef bara aldrei kynnst svona aðstæðum. Maður er kom­inn á þann stað að maður er eig­in­lega hrædd­ur um að meiða sig.“ Þá voru menn bara mjög fast­ir fyr­ir,“ seg­ir Ein­ar Árni og nefn­ir að bakvörður­inn Guðmund­ur Jóns­son hafi tekið hressi­lega á Ivey á æf­ing­um, auk þess sem Brent­on Bir­ming­ham hafi fengið að finna fyr­ir því. 

Jeb Ivey er hann lék með Njarðvík.
Jeb Ivey er hann lék með Njarðvík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Við fór­um í þenn­an leik og unn­um fantagóðan sig­ur [108:84] og þetta eru alltaf sæt­ustu sigr­arn­ir, það verður að segj­ast eins og er. Ég man að Jeb sagði við mig að hann hefði aldrei komið jafnund­ir­bú­inn í kapp­leik og þá því að Kefl­vík­ing­arn­ir þóttu harðir í horn að taka og fast­ir fyr­ir og aðferðafræðin þess­leg að Siggi Ingi­mund­ar [Sig­urður Ingi­mund­ar­son, þáver­andi þjálf­ari Kefla­vík­ur] lét þá dansa á lín­unni og oft skautuðu þeir yfir hana. Það var ein­hvern veg­inn létt­vægt fyr­ir mína menn í þeim leik af því að þeir voru bún­ir að lemja hvern ann­an svo hressi­lega þarna yfir hátíðarn­ar að það fékk lítið á menn þótt Gunni Ein­ars [Gunn­ar Ein­ars­son] og ein­hverj­ir karl­ar væru að dangla í þá og beita brögðum þegar það kom í þann slag,“ rifjar Ein­ar Árni upp.

„Það er kannski dæmi­saga um það að hug­ar­farið þegar kem­ur að und­ir­bún­ing­um fyr­ir þessa leiki er bara svo­lítið annað. Menn vita að menn eru að fara í stríð. Menn vita að það er svo­lítið meira und­ir. Allt tal um þenn­an montrétt, ég held að fólk hafi ekki al­veg skiln­ing á því fyrr en það er búið að vera í þess­um aðstæðum og ger­ir sér grein fyr­ir hvernig það er að ým­ist standa frammi fyr­ir því að ganga um bæ­inn með kass­ann úti eða bog­inn í baki og láta lítið fyr­ir sér fara,“ seg­ir hann.

Hann held­ur áfram og minn­ist tím­ans þegar bræðurn­ir Sig­urður og Val­ur Ingi­mund­ar­syn­ir átt­ust við í sitt hvoru liðinu og einnig fleiri kappa sem gáfu ekki þuml­ung eft­ir inni á körfu­bolta­vell­in­um, hvernig svo sem menn hegðuðu sér utan hans.

Bræðurnir Sigurður og Valur Ingimundasynir í leik Keflavíkur og Njarðvík …
Bræðurn­ir Sig­urður og Val­ur Ingi­munda­syn­ir í leik Kefla­vík­ur og Njarðvík árið 1986. Ljós­mynd/​Skjá­skot af Tíma­rit.is

„Þegar menn voru komn­ir í húsið var þetta bara stríð. Þetta var bara stríðsástand. Marg­ir af þess­um strák­um voru fín­ir fé­lag­ar utan vall­ar. Spiluðu sam­an í landsliðinu og voru dug­leg­ir að spila sam­an á sumr­in. En þegar menn fóru í ann­ars veg­ar græn­an og í þá daga hins veg­ar gul­an bún­ing eða blá­an þá var stríð. Ég fer ekk­ert ofan af því,“ seg­ir hann ákveðinn.

Er­lendu leik­menn­irn­ir meðvitaðir

Ein­ar Árni, sem er 43 ára, á far­sæl­an þjálf­ara­fer­il að baki og hef­ur þríveg­is verið kjör­inn þjálf­ari árs­ins. Hann hóf fer­il sinn sem þjálf­ari kvennaliðs Njarðvík­ur árið 1996 og byrjaði síðan sem aðstoðarþjálf­ari hjá Friðriki Inga Rún­ars­syni hjá karlaliðinu 1997. Þeir störfuðu sam­an út tíma­bilið 2000 og urðu Íslands­meist­ar­ar 1998 og bikar­meist­ar­ar árið eft­ir. Ein­ar Árni starfaði sem aðalþjálf­ari Njarðvík­ur 2004 til 2007 og stýrði liðinu til sig­urs í bik­arn­um 2005 og í deild­inni ári síðar. Hann er núna á sínu þriðja skeiði sem þjálf­ari karlaliðs Njarðvík­ur eft­ir að hafa í millitíðinni þjálfað Breiðablik og Þór Þor­láks­höfn. Fyrr­nefnda liðinu kom hann upp í úr­vals­deild og því síðar­nefna í fyrsta sinn í bikar­úr­slit­in 2016 og svo aft­ur árið eft­ir.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, á hliðarlínunni.
Ein­ar Árni Jó­hanns­son, þjálf­ari Njarðvík­ur, á hliðarlín­unni. mbl.is / Hari

Aðspurður seg­ir hann auðvelt að und­ir­búa leik­menn fyr­ir leik­ina gegn Kefla­vík. Það er ólíkt sum­um öðrum leikj­um að því leyti að engu máli skipt­ir hver staða liðanna er í töfl­unni í hvert sinn. „Það eru all­ir meðvitaðir, það eru all­ir gíraðir. Er­lendu leik­menn­irn­ir, með því fyrsta sem þeir vita er að þess­ar viður­eign­ir eru ein­stak­ar. Þarna ertu að fara að mæta í leik sem skipt­ir bara meira máli. Hann snýst um meira en ein­hver tvö stig. Ég get sagt það blákalt að sú umræða á sér alltaf stað. Ekki það að ég sem þjálf­ari þarf að kynna það fyr­ir er­lendu leik­mönn­un­um að þeir þurfi að hafa þetta á bak við eyrað þegar kem­ur að því að mæta Kefla­vík. Það fell­ur í skaut stjórn­ar­manna, það fell­ur í skaut sam­herja þeirra leik­manna, það fell­ur jafn­vel í skaut ein­hverra stuðnings­manna sem leik­menn kynn­ast hérna á fyrstu skref­un­um. Það sem all­ir vilja koma til skila er að þú verður að passa þig á því að leik­irn­ir tveir við Kefla­vík þurfa að vinn­ast,“ út­skýr­ir hann og tel­ur lík­legt að hlut­un­um sé eins háttað í Kefla­vík.

Teng­ing­arn­ar eru víða

Að sögn Ein­ars Árna eru viður­eign­irn­ar við Kefla­vík öðru­vísi en til dæm­is við ann­an erkifjanda, KR, að því leyt­inu til að teng­ing­ar fólks eru svo víða í sam­fé­lag­inu í Reykja­nes­bæ. Menn búa á sama svæði og vinna jafn­vel í sama skóla. Sjálf­ur var hann enn í fjöl­braut þegar hann var aðstoðarþjálf­ari Friðriks Inga og man hversu stemn­ing­in var gríðarlega mik­il fyr­ir Kefla­vík­ur­leik­ina. „Þig langaði ekk­ert að fara í skól­ann eft­ir Njarðvík-Kefla­vík þegar þú tapaðir. Það hef­ur ekk­ert breyst. Maður finn­ur að mátt­ur­inn er svo mik­ill. Þetta eru ekk­ert bara þjálf­ar­arn­ir og leik­menn. Þetta eru ekk­ert bara stjórn­ar­menn­irn­ir. Þetta er hinn al­menni stuðnings­maður,“ grein­ir hann frá og bæt­ir við að erfitt hafi verið að versla í hverf­is­búðinni með tap á bak­inu. „Það reyndi svo­lítið á því maður vissi al­veg sem væri að maður kæm­ist ekk­ert í gegn­um það að rúlla í gegn­um búðina og kom­ast heim öðru­vísi en að taka umræðuna.“

Njarðvíkingar og Keflvíkingar í baráttu um boltann á heimavelli þeirra …
Njarðvík­ing­ar og Kefl­vík­ing­ar í bar­áttu um bolt­ann á heima­velli þeirra síðar­nefndu við Sunnu­braut. mbl.is/​Skúli

Mikl­ar til­finn­ing­ar í spil­inu

Spurður hvað fólk seg­ir við svona aðstæður úti í búð seg­ir hann mikl­ar til­finn­ing­ar vera í spil­inu þegar leik­irn­ir við Kefla­vík tap­ast. Þannig hafi það ávallt verið þótt eitt­hvað hafi dregið úr því síðustu ár. „Fólkið vissi al­veg sem væri að þetta er það sem bíður okk­ar, að það verði bankað í okk­ur næstu daga og vik­ur og maður finn­ur það enn þann dag í dag eins og á sam­fé­lags­miðlun­um að þegar þess­ir leik­ir eru þá fara menn al­veg á stjá. Fólk sem er á miðjum aldri í dag það dett­ur al­veg í gír­inn og hag­ar sér eins og ég veit ekki hvað. Þetta hef­ur ekk­ert breyst,“ seg­ir hann og hlær. „Það var nátt­úru­lega pundað á mann. Þetta var eitt­hvað sem átti ekk­ert að vera til í bók­inni að tapa fyr­ir Kefla­vík.“

Ein­ar Árni starfar einnig sem grunn­skóla­kenn­ari og seg­ir það ólíkt auðveld­ara að fara í vinn­una eft­ir sig­ur­leik á móti Kefla­vík en tap­leik. „Maður er ekk­ert sér­lega spennt­ur fyr­ir því að ræða hlut­ina eft­ir tap­leiki og maður veit sem er að þegar leik­ur á móti Kefla­vík tap­ast þá hafa all­ir skoðun og það finnst öll­um eðli­legt að þú beit­ir þér með öðrum hætti þegar þú mæt­ir þess­um ná­granna þínum. Þú átt að vera meira „all out“ og það á að skína meiri ástríða og ákefð í þess­um leikj­um held­ur en geng­ur og ger­ist,“ bæt­ir hann við.

Njarðvíkingurinn Aurimas Majauskas sækir að Keflvíkingum í síðasta nágrannaslag liðanna …
Njarðvík­ing­ur­inn Aurimas Maj­auskas sæk­ir að Kefl­vík­ing­um í síðasta ná­granna­slag liðanna 16. janú­ar. mbl.is/​Skúli

Mál­ar­ar lögðu ekki í að klára verkið

Sem dæmi um „trú­ar­hit­ann“ í kring­um viður­eign­irn­ar nefn­ir hann að mál­ara­verk­tak­ar, stuðnings­menn Njarðvík­ur, sem hafi unnið að verk­efni hjá Kefla­vík­ing­um hafi komið sér hjá því að klára verkið fyrstu dag­ana eft­ir tap­leik á móti Kefla­vík, vænt­an­lega til að kom­ast hjá háðsglós­um. „Það hef­ur verið ofboðslega mikið und­ir þegar það kem­ur að þess­um bar­dög­um og þetta er eitt­hvað sem maður ólst upp við. Maður fann það í kring­um allt þegar maður var í yngri flokk­un­um að það var bara annað að fara í þetta ein­vígi. Þetta finn­ur maður sem [Manchester] United-maður. Að mæta Li­verpool er eitt­hvað annað en hitt. Það er bara sami pakk­inn. Maður nenn­ir ekki að hitta „púl­ar­ana“ úti á götu.“

Sjálf­ur kveðst hann hafa verið lukku­leg­ur því hon­um hafi gengið vel á Sunnu­braut­inni, heima­velli Kefl­vík­inga. Þegar hann þjálfaði Breiðablik í úr­vals­deild­inni unnu þeir Kefl­vík­inga í fyrsta sinn í sög­unni á úti­velli og jafn­framt var þetta stærsti sig­ur nýliða í úr­vals­deild á þáver­andi Íslands­meist­ur­um. Eitt árið með Þór Þor­láks­höfn vann liðið tvisvar í röð í deild og bik­ar, sem voru fyrstu sigr­ar liðsins í Kefla­vík frá upp­hafi. „Þarna er ég með þrjá sigra sem mér þykir afar vænt um,“ seg­ir hann. „Þó að maður sé Njarðvík­ing­ur og að þjálfa annað fé­lag þá var samt ógeðslega gam­an að koma í Kefla­vík og vinna,“ bæt­ir hann við og hlær.

Stuðningsmenn Keflavíkur höfðu ástæðu til að fagna í leiknum gegn …
Stuðnings­menn Kefla­vík­ur höfðu ástæðu til að fagna í leikn­um gegn Njarðvík í janú­ar síðastliðnum. Ljós­mynd/Þ​óra Björk Ágústs­dótt­ir

Breytt sam­fé­lag og færri upp­al­d­ir leik­menn

Ein­ar Árni bend­ir á að þessi gríðarlegi ríg­ur sem hef­ur ríkt svo lengi á milli Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur hafi minnkað, þó svo að hann finni vel fyr­ir sér­stöku and­rúms­loft­inu í aðdrag­anda leikj­anna. Hann seg­ir menn gera sér grein fyr­ir því að menn eru að fara í stærra og meira verk­efni held­ur en geng­ur og ger­ist og eru til­bún­ir að selja sig dýrt til að ná í sig­ur.

Hann seg­ir sam­fé­lagið hafa breyst eft­ir því sem fólk­inu hef­ur fjölgað með ár­un­um. „Njarðvík­urn­ar voru á milli tvö og þrjú þúsund og Kefla­vík­ur­bær í kring­um kannski sjö þúsund í það að verða núna tæp­lega 20 þúsund manna sam­eig­in­legt bæj­ar­fé­lag. Þetta var öðru­vísi þegar þetta var minna í sniðum. Þetta var svo­lítið þannig að all­ir þekktu alla,“ seg­ir hann og nefn­ir að varðandi körf­una hafi það helst breyst síðustu fimm til sex árin, án þess að vilja kasta nokk­urri rýrð á and­stæðing­inn, að fáir upp­al­d­ir Kefl­vík­ing­ar hafi spilað með liðinu á síðustu árum. „Þess vegna hef­ur stemn­ing­in líka breyst svo­lítið. Það er bara staðreynd.“

Frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í janúar.
Frá leik Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur í janú­ar. Ljós­mynd/Þ​óra Björk Ágústs­dótt­ir

Þjálf­ar­inn nefn­ir að í fyrra hafi til dæm­is eng­inn upp­al­inn Kefl­vík­ing­ur spilað stórt hlut­verk í liðinu. Njarðvík hafi aft­ur á móti náð að halda í kjarn­ann í þess­um efn­um. Hann horf­ir til baka og minn­ist ár­anna í kring­um 1990 til 2000 þegar Kefl­vík­ing­ar voru orðnir öfl­ug­ir í körfu eft­ir að hafa unnið sinn fyrsta titil 1989. „Það voru tíu manna hóp­ar og þetta var yf­ir­leitt þannig að það voru átta eða níu heima­menn og svo út­lend­ing­ur og svo í mesta lagi ein­hver einn aðkomumaður. Þetta var ekk­ert mikið meira. Þá má segja að þetta hafi verið svo­lítið í blóðinu,“ seg­ir hann og á þar við bæði ná­grannaliðin.

Sjald­gæft að flakka á milli liðanna

Lítið hef­ur verið um að þjálf­ar­ar hafi stjórnað báðum karlaliðunum og hvað þá að leik­menn fari þar á milli. Njarðvík­ing­arn­ir Friðrik Ingi Rún­ars­son og Gunn­ar Þor­varðar­son hafa þjálfað Kefla­vík á meðan Kefl­vík­ing­arn­ir Hrann­ar Hólm og Sig­urður Ingi­mund­ar­son þjálfuðu Njarðvík á sín­um tíma. „Það er rík hefð fyr­ir heima­mönn­um hjá báðum fé­lög­um í þjálf­ara­stóln­um. Frá þjálf­ara niður í aft­asta mann hafa þetta verið að stór­um hluta heima­menn og þeir vita hvað klukk­an slær. Þeir vita hvað bíður þeirra þegar vel geng­ur og sömu­leiðis þegar illa fer,“ seg­ir Ein­ar Árni og minn­ist þess ekki að skær­ustu stjörn­urn­ar í bolt­an­um hafi farið á milli fé­lag­anna. Aðeins ör­fá­ir heima­menn hafi yf­ir­höfuð skipt yfir í annað hvort liðið og varla nokk­ur síðasta ára­tug­inn. „Fyr­ir suma af þess­um ör­fáu sem hafa farið hef­ur það ekki reynst mönn­um auðvelt að taka það skref.“ Einnig er afar fátítt að krakk­ar í yngri flokk­un­um flakki á milli liðanna tveggja.

Sigurður Ingimundarson gefur sínum mönnum í Keflavík góð ráð.
Sig­urður Ingi­mund­ar­son gef­ur sín­um mönn­um í Kefla­vík góð ráð. mbl.is/​Golli

Í fót­bolt­an­um hafa hlut­irn­ir verið öðru­vísi, enda hafa Kefla­vík og Njarðvík oft­ast verið að spila í hvort í sinni deild­inni og ríg­ur­inn minni þar á bæ. Leik­menn hafa verið mun dug­leg­ir að fara á milli liðanna og á það bæði við um yngri flokk­ana og meist­ara­flokk­inn. Sum­arið 2018 voru bæði liðin reynd­ar í fyrstu deild og spiluðu þau þríveg­is í deild og bik­ar. Ein­ar Árni fór á fyrsta leik­inn og seg­ist hafa upp­lifað þar stemn­ingu sem hann hafði ekki áður kynnst á fót­bolta­leik í Njarðvík. Þarna skipti því höfuðmáli að liðin voru loks­ins etja kappi í sömu deild.

Hef­ur hafnað til­boðum frá Kefla­vík

Spurður hvort það komi til greina að þjálfa Kefla­vík einn góðan veður­dag, rétt eins og lærifaðir hans Friðrik Ingi hef­ur gert, seg­ist Ein­ar Árni ekki vilja úti­loka það. Hann kveðst hafa fengið boð um að taka við yngri flokk­um fé­lags­ins og kvennaliðinu en á þeim tíma­punkti valdi hann frek­ar að fara í önn­ur verk­efni. Langt er síðan hann ræddi við Friðrik Inga um að það væri ógjörn­ing­ur að fara yfir læk­inn sem þjálf­ari og taka við Kefla­vík. Þá sam­mæld­ust þeir um að körfuknatt­leiks­deild­in í Kefla­vík hafi í marga ára­tugi verið mjög metnaðarfull og að ávallt væri miðað hátt á Sunnu­braut­inni.

Einar Árni ræðir við leikmenn sína í leikléi.
Ein­ar Árni ræðir við leik­menn sína í leikléi. mbl.is/​Hari

Eft­ir þetta ákvað Ein­ar Árni að úti­loka ekk­ert lið, enda erfiðara að gera slíkt sem þjálf­ari held­ur en leik­manni þegar horft er á at­vinnu­mögu­leika. Síðar flutti Friðrik Ingi sig ein­mitt um set yfir til Kefla­vík­ur. „Nú er ég bara þjálf­ari Njarðvík­ur og það eina sem ég hef áhuga á gagn­vart Kefla­vík er að mæta þeim í keppni,“ seg­ir hann og von­ast til þess að liðin fari að mæt­ast aft­ur í úr­slita­keppn­inni eft­ir langt hlé. „Ég held að ef bæj­ar­bú­ar hefðu kosn­inga­rétt myndu þeir kjósa um að þessi lið fengju að mæt­ast í seríu fyrr en síðar því það er stemn­ing sem er ein­stök.“

Friðrik Ingi Rúnarsson er hann þjálfaði Keflavík.
Friðrik Ingi Rún­ars­son er hann þjálfaði Kefla­vík. mbl.is/​Hari

Skyld­fólk hinum meg­in við læk­inn

Þjálf­ar­inn seg­ir titla og þátt­töku í Evr­ópu­keppni standa upp úr á sín­um ferli, ásamt öll­um leikj­un­um á móti Njarðvík. „Í sama flokk með þess­um tveim­ur „katag­orí­um“, Evr­ópu­leikj­um og þeirri vellíðan sem fylg­ir að vinna titla, þá fara á há­tind­inn á ferl­in­um all­ar þess­ar viður­eign­ir Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur. Það er ótrú­lega sér­stök stemn­ing. Fyr­ir mig sem upp­al­inn Njarðvík­ing skipt­ir engu máli hverj­ir eru að spila fyr­ir Kefla­vík hverju sinni, það er bara gam­an að taka þenn­an slag og maður veit að það er meira und­ir. Maður á skyld­fólk hinum meg­in við læk­inn og það er fjör á svo mörg­um víg­stöðvum í kring­um þetta ein­vígi.“

Hann nefn­ir úr­slita­leik­inn í bik­arn­um gegn Kefla­vík 1999 sem einn eft­ir­minni­leg­asta leik­inn en þá var hann aðstoðarþjálf­ari. Þá vann Njarðvík að lok­inni fram­leng­ingu eft­ir ótrú­leg­ar loka­mín­út­ur í venju­leg­um leiktíma þegar Njarðvík vann upp gott for­skot Kefl­vík­inga á loka­sek­únd­un­um. Síðar sama ár hefndu Kefl­vík­ing­ar ófar­anna og unnu Njarðvík­inga í úr­slita­ein­vígi um Íslands­meist­ara­titil­inn.

Kom­in áleiðis úr borg­inni

„Ég held að það sé átta frek­ar en níu stiga mun­ur [87:79 fyr­ir Kefla­vík] þegar það eru ein­hverj­ar 45 sek­únd­ur eft­ir og menn farn­ir að tín­ast út af í báðum liðum með ein­hverj­ar fimm vill­ur og það eru marg­ar sög­ur til af því að okk­ar fólk var sumt hvert á leiðinni út úr höll­inni og ein­hverj­ir komn­ir út í bíl. Ég heyrði sögu af góðri konu sem er mik­ill stuðnings­maður sem heyr­ir svo bara í út­varp­inu fregn­ir af því að Njarðvík leiði í fram­leng­ingu. Hún var kom­in áleiðis út úr borg­inni þegar hún átt­ar sig á því að hið ótrú­lega hafði gerst,“ rifjar hann upp. „Þetta er sann­ar­lega einn af þeim sæt­ari sem við höf­um unnið í sög­unni og ég er ekki viss um að hann verði toppaður sem slík­ur,“ seg­ir hann. 

Næst­um ár liðið frá síðasta ná­granna­slag

Eins og sagði í upp­hafi er óljóst hvenær Dom­in­os-deild­in hefst á nýj­an leik eft­ir hið langa og erfiða hlé sem hef­ur verið frá æf­ing­um og leikj­um í inn­an­hússíþrótt­um vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ástandið hef­ur haft lam­andi áhrif á körfu­bolt­ann og til að mynda var eng­inn meist­ari krýnd­ur eft­ir síðustu leiktíð. Leik­ur Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur sem átti að fara fram í dag hefði orðið sá fyrsti á milli liðanna í tæpt ár, eða síðan liðin mætt­ust í Ljóna­gryfj­unni 16. janú­ar síðastliðinn þegar Kefl­vík­ing­ar unnu frek­ar ör­ugg­an útisig­ur. Ein­ar Árni seg­ir ann­ars um Dom­in­os-deild­ina í ár að stutt sé á milli liðanna í getu og erfitt að spá fyr­ir um hvaða lið verða í topp­bar­áttu.

Það var þröngt á þingi hjá íþróttafréttamanninum Guðjóni Guðmundssyni í …
Það var þröngt á þingi hjá íþróttaf­rétta­mann­in­um Guðjóni Guðmunds­syni í Ljóna­gryfj­unni í janú­ar síðastliðnum. Ljós­mynd/Þ​óra Björk Ágústs­dótt­ir

Ein­stakt and­rúms­loft

Blaðamaður var viðstadd­ur þenn­an síðasta ná­granna­slag og fóru þrengsl­in í Ljóna­gryfj­unni ekki fram­hjá hon­um. „Við grát­um það og höf­um gert lengi,“ svar­ar Ein­ar um hús­næðið og seg­ir löngu kom­inn tíma á nýja körfu­bolta­höll. Hann seg­ir aðstöðuna ekki góða al­mennt í hús­inu, auk þess sem fé­lagið verði af miklu fé vegna þess að áhorf­end­urn­ir gætu verið mun fleiri. Kefl­vík­ing­ar hafi for­skot hvað þetta varðar. „Ég held að það séu held­ur marg­ir Kefl­vík­ing­ar sem velji sér rúm­góðan sófa heima í stofu frek­ar en að koma í troðning­inn í Ljóna­gryfj­unni,“ bæt­ir hann við en tek­ur þó fram að stemn­ing­in þar sé sér­stök. „Ég held að það séu marg­ir sem hafa það á tékklist­an­um að mæta á þenn­an leik sem eru hlut­laus­ir og upp­lifa stemn­ing­una og and­rúms­loftið sem er al­veg ein­stakt. Það er staðreynd.“

Stjórn UMFN vill sam­eina alla starf­semi fé­lags­ins und­ir einu þaki við Af­reks­braut eins og lesa má nán­ar um hér. „Keppn­is­völl­ur fé­lags­ins ólög­leg­ur. Áhorf­enda aðstaða lít­il sem leiðir til tekjutaps í stór­leikj­um. Eng­inn aðstaða er fyr­ir upp­tök­ulið eða lý­send­ur kapp­leikja,“ seg­ir m.a. í skýrslu sem ráðgjafa­fyr­ir­tækið Capacent skilaði af sér á síðasta ári. Þar kem­ur einnig kem­ur fram að hús­næði Kefl­vík­inga við Sunnu­braut sé líka barn síns tíma og að hag­kvæm­ast væri að ráðist yrði í bygg­ingu sam­eig­in­legr­ar íþrótta­hall­ar bæði fyr­ir Njarðvík­inga og Kefl­vík­inga. Hvor­ug­ir aðilar hafa áhuga á þeirri lausn. 

Barist um boltann í leik Njarðvíkur og Keflavíkur í janúar. …
Bar­ist um bolt­ann í leik Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur í janú­ar. Plássið utan vall­ar var lítið eins og sjá má. mbl.is/​Freyr

Það er ekki annað hægt en að taka und­ir að and­rúms­loftið í Ljóna­gryfj­unni sé ein­stakt og von­andi fer ástandið að skána svo að hægt verður að keppa aft­ur fljót­lega í körf­unni. Kannski verður það þó ekki fyrr en al­menn bólu­setn­ing hef­ur farið fram ein­hvern tím­ann á næsta ári. Óskin um eitt stykki jólakrafta­verk núna á milli jóla og ný­árs er að minnsta kosti kom­in ofan í skúffu og enn er óvíst hvenær Njarðvík og Kefla­vík geta bar­ist enn og aft­ur um montrétt­inn mik­il­væga í Reykja­nes­bæ.

Þessi um­fjöll­un er hluti af meist­ara­verk­efni í blaða- og frétta­mennsku við Há­skóla Íslands.

mbl.is