Unnu 15 af 20 Íslandsmeistaratitlum

Nágrannaslagir | 28. desember 2020

Unnu 15 af 20 Íslandsmeistaratitlum

Rimmur Njarðvíkinga og Keflvíkinga í meistaraflokki karla í körfubolta eru fyrir löngu orðnar frægar. Kappar á borð við Rondey Robinson, Teit Örlygsson, Jón Kr. Gíslason og Guðjón Skúlason fóru mikinn á sínum tíma, gáfu ekki þumlung eftir á vellinum og allt var á suðupunkti, hvort sem keppt var á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni eða við Sunnubraut í Keflavík.

Unnu 15 af 20 Íslandsmeistaratitlum

Nágrannaslagir | 28. desember 2020

Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason á fullri ferð með boltann.
Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason á fullri ferð með boltann. Ljósmynd/Morgunblaðið

Rimm­ur Njarðvík­inga og Kefl­vík­inga í meist­ara­flokki karla í körfu­bolta eru fyr­ir löngu orðnar fræg­ar. Kapp­ar á borð við Rondey Robin­son, Teit Örlygs­son, Jón Kr. Gísla­son og Guðjón Skúla­son fóru mik­inn á sín­um tíma, gáfu ekki þuml­ung eft­ir á vell­in­um og allt var á suðupunkti, hvort sem keppt var á heima­velli Njarðvík­inga í Ljóna­gryfj­unni eða við Sunnu­braut í Kefla­vík.

Rimm­ur Njarðvík­inga og Kefl­vík­inga í meist­ara­flokki karla í körfu­bolta eru fyr­ir löngu orðnar fræg­ar. Kapp­ar á borð við Rondey Robin­son, Teit Örlygs­son, Jón Kr. Gísla­son og Guðjón Skúla­son fóru mik­inn á sín­um tíma, gáfu ekki þuml­ung eft­ir á vell­in­um og allt var á suðupunkti, hvort sem keppt var á heima­velli Njarðvík­inga í Ljóna­gryfj­unni eða við Sunnu­braut í Kefla­vík.

Um tveggja ára­tuga skeið skipt­ust þessi lið á því að vinna Íslands- og bikar­meist­ara­titl­ana, eða á tí­unda ára­tugn­um og fyrsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar. Svo mikl­ir voru yf­ir­burðirn­ir að ein­ung­is þrjú önn­ur lið fengu að leggja fing­ur sína á Íslands­bik­ar­inn eft­ir­sótta á þessu langa tíma­bili frá ár­inu 1991 til 2010.

Aðeins Grinda­vík og Snæ­fell (einu sinni hvort) og KR (þríveg­is) náðu að skáka veldi Suður­nesjaliðanna en sam­an­lagt unnu Njarðvík og Kefla­vík fimmtán Íslands­meist­ara­titla af þeim tutt­ugu sem voru í boði.

Þegar bik­ar­keppn­in er ann­ars veg­ar unnu þessi fræknu lið svo níu titla af tutt­ugu.

Rondey Robinson gerði garðinn frægan með Njarðvík á sínum tíma.
Rondey Robin­son gerði garðinn fræg­an með Njarðvík á sín­um tíma. Ljós­mynd/​Morg­un­blaðið

Ríg­ur­inn hefst fyr­ir al­vöru

Í þess­ari upp­taln­ingu má ekki gleyma ní­unda ára­tugn­um. Hann höfðu Njarðvík­ing­ar meira og minna út af fyr­ir sig. Fyrsti stóri tit­ill þeirra leit dags­ins ljós árið 1981, átta árum á und­an Kefl­vík­ing­um (ekki eru tald­ir með titl­ar ÍKF á sjötta ára­tugn­um). Áður en þeir síðar­nefndu komust á bragðið höfðu grænklæddu ná­grann­arn­ir þegar tryggt sér átta stóra titla, þar af sex Íslands­meist­ara­titla. 

Umfjöllun um fyrsta titilinn í karlaflokki 1989.
Um­fjöll­un um fyrsta titil­inn í karla­flokki 1989. Tima­rit.is/​Morg­un­blaðið

Eft­ir að Kefl­vík­ing­ar fögnuðu sín­um fyrsta Íslands­meist­ara­titli eft­ir sig­ur á KR-ing­um árið 1989 má segja að ríg­ur­inn á milli fé­lag­anna hafi haf­ist af fullri al­vöru. Kefla­vík var ekki leng­ur litli bróðir sem eng­in ástæða var fyr­ir Njarðvík­inga til að taka al­var­lega held­ur lið sem gat veitt þeim al­vöru sam­keppni.

Á ár­un­um 1991 til 2010 átt­ust liðin þríveg­is við í úr­slitarimmu deild­ar­inn­ar og þar af unnu Njarðvík­ing­ar tvisvar sinn­um. Fjór­um sinn­um tók­ust liðin á í bikar­úr­slit­un­um í Laug­ar­dals­höll­inni á þessu tíma­bili og skiptu þau titl­un­um bróður­lega á milli sín. 

Fyrsta Íslandsmeistaralið Njarðvíkur í karlaflokki árið 1981.
Fyrsta Íslands­meist­aralið Njarðvík­ur í karla­flokki árið 1981. Ljós­mynd/​Tíma­rit.is/​Skin­faxi

Ef horft er á fjölda Íslands- og bikar­meist­ara­titla liðanna frá ár­inu 1982, þegar Kefla­vík var að spila sitt fyrsta tíma­bil í úr­vals­deild, og til dags­ins í dag standa Njarðvík­ing­ar fram­ar Kefl­vík­ing­um. Þeir fyrr­nefndu hafa náð 12 Íslands­meist­ara­titl­um (fyr­ir utan fyrsta titil­inn sem vannst 1981) og 8 bikar­meist­ara­titl­um, eða 20 sam­an­lagt frá 1982, á meðan þeir síðar­nefndu hafa náð 9 Íslands­meist­ara­titl­um og 6 bikar­meist­ara­titl­um, eða 15 í heild­ina. 

Njarðvík vann sinn fyrsta bikar­meist­ara­titil árið 1987 en Kefla­vík árið 1993. 

Graf/​mbl.is

„Maður talaði varla við þá“

Teit­ur Örlygs­son, körfu­boltagoðsögn úr Njarðvík sem er stiga­hæst­ur í ná­grannaslög­un­um við Kefla­vík frá 1982 til 2008, seg­ist vera í góðum sam­skipt­um við fyrr­ver­andi and­stæðinga sína úr Kefla­vík þrátt fyr­ir að þeir hafi att kappi í fjölda ná­g­rannslaga á sín­um tíma þar sem hart var tek­ist á. „Þetta var rosa­leg­ur ríg­ur en svo eru þetta mjög góðir fé­lag­ar manns í dag þess­ir strák­ar. Maður varla talaði við þá á þess­um árum, maður var svo grimm­ur. Svo þrosk­ast maður og fatt­ar að þetta er bara fólk,“ seg­ir Teit­ur og hlær.

Fékk golf­bolt­ann beint í lærið

Í sam­hengi við þetta rifjar hann upp at­vik frá því í sum­ar þegar hann var að spila golf með Fal Harðar­syni og Al­berti Óskars­syni, fyrr­ver­andi leik­mönn­um Kefla­vík­ur, og Falur sló bolt­ann með dræ­vern­um rak­leiðis í löpp­ina á Teiti af nokk­urra metra færi. „Ég stóð til hliðar við hann og hann hitti hann svona hrylli­lega. Það sér ennþá á mér, ég fékk hann bara beint í lærið,“ seg­ir hann. Í fram­hald­inu fóru þeir fé­lag­ar að tala um rimm­ur þeirra í gamla daga og sagðist Teit­ur hafa haldið að menn væru vaxn­ir upp úr svona löguðu. Al­bert dekkaði Teit iðulega í þess­um ná­grannaslög­um þar sem ekk­ert var gefið eft­ir. „Maður hélt að maður væri bú­inn með þenn­an pakka að fá hnéð í lærið frá Alla Óskars vilj­andi.“

Að öllu gamni slepptu seg­ist Teit­ur halda „rosa­lega mikið“ með Njarðvík, sér­stak­lega á móti Kefla­vík. „En per­sónu­lega er þetta al­veg búið hjá mér. Manni er ekki illa við einn eða neinn mann,“ bæt­ir hann við og á þar við óvild­ina í garð leik­manna Kefla­vík­ur.

Vildi fara heim að sofa eft­ir sig­ur­inn

Spurður út í eft­ir­minni­leg­ustu ná­grann­arimm­una nefn­ir hann úr­slitaserí­una árið 1991 þegar Njarðvík vann Kefla­vík í odda­leik í Ljóna­gryfj­unni. „Þá var þetta stutt á milli leikja og menn voru nán­ast í ein­hverju spennumóki og þú komst ekk­ert í burtu frá því, þetta var svo stórt atriði í bæn­um. Tvö fé­lög í sama bæn­um og það var al­veg sama hvert þú fórst, það voru alltaf sömu spurn­ing­arn­ar. Það var ekki hægt að fela sig neitt frá þessu,“ grein­ir hann frá.

Teit­ur seg­ist muna eft­ir því hversu mikið hann spilaði í ein­víg­inu, nán­ast hverja ein­ustu mín­útu og hversu „ofboðslega lík­am­lega þreytt­ur“ hann var líka að henni lok­inni. „Svo man ég þegar síðasti leik­ur­inn var bú­inn og við unn­um, þá var maður úr­vinda. Þú gast ekk­ert einu sinni fagnað þessu. Maður var bara ánægður að þetta var búið, spennu­fallið var svo mikið. Ég vildi bara fara heim að sofa, þetta var rosa­lega skrít­in til­finn­ing,“ rifjar hann upp.

Graf/​mbl.is

Yf­ir­burðir Kefla­vík­ur í kvenna­flokki

Ef meist­ara­flokk­ur kvenna er skoðaður er sag­an önn­ur því þar hafa yf­ir­burðir Kefla­vík­ur verið al­gjör­ir þegar kem­ur að titla­söfn­un liðanna tveggja frá upp­hafi. Kefla­vík­ur­kon­ur hafa unnið sex­tán Íslands­meist­ara­titla, síðast árið 2017, á meðan Njarðvík hef­ur aðeins unnið einn, eða árið 2012 eft­ir sig­ur á Hauk­um. Einn Íslands­meist­ara­tit­ill vannst hjá Kefla­vík eft­ir sig­ur á Njarðvík í úr­slit­um, eða árið 2011

Til marks um yf­ir­burðina vann meist­ara­flokk­ur kvenna í Kefla­vík alls 12 Íslands­meist­ara­titla af þeim 18 sem voru í boði á ár­un­um 1988 til 2005.  

Anna María Sveinsdóttir lék með Keflavík við góðan orðstír.
Anna María Sveins­dótt­ir lék með Kefla­vík við góðan orðstír. Ljós­mynd/​Morg­un­blaðið

Þegar kem­ur að bikar­titl­um hef­ur Kefla­vík unnið fimmtán sinn­um (þar af árin 1996 og 2018 eft­ir sig­ur á Njarðvík) á meðan Njarðvík hef­ur sömu­leiðis aðeins einu sinni unnið. Það var árið 2012 þegar liðið vann tvö­falt. 

Graf/​mbl.is

Vert er að nefna að Njarðvík hef­ur spilað ein­hver ár í næ­stefstu deild á meðan Kefla­vík hef­ur iðulega verið í topp­bar­átt­unni í þeirri efstu. Ná­granna­slag­irn­ir í kvenna­flokki hafa því ekki verið jafn áber­andi og í karla­flokki í sögu­legu sam­hengi. Viðar Halldórs­son­ar, pró­fess­or í fé­lags­fræði, greindi ein­mitt frá því viðtali við blaðamann að í týpísk­um ná­grannaslög­um keppa liðin meðal ann­ars á jafn­rétt­is­grund­velli, þ.e. eru svipuð í getu. Þannig hef­ur það iðulega verið hjá Kefla­vík og Njarðvík í meist­ara­flokki karla en ekki næst­um því eins oft í til­felli meist­ara­flokks kvenna, eins og of­an­greind töl­fræði ber vott um.

Kvennalið Njarðvíkur og Keflavíkur eigast við árið 2011.
Kvennalið Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur eig­ast við árið 2011. mbl.is/​Skúli B. Sig­urðsson

Naumt for­skot Njarðvík­inga

Þegar viður­eign­ir Njarðvík­ur og Kefla­vík­ur í deild­ar- og úr­slita­keppni karla frá 1982 til dags­ins í dag eru skoðaðar eru Njarðvík­ing­ar með naumt for­skot. Þeir hafa unnið 65 leiki, þar af 39 á heima­velli, á meðan Kefl­vík­ing­ar hafa unnið 60, þar af 38 á heima­velli. Ef sigr­ar í úr­slita­keppn­inni eru ein­göngu skoðaðir þá hafa Kefl­vík­ing­ar aft­ur á móti unnið fleiri leiki, eða 21, á meðan Njarðvík­ing­ar hafa unnið 18. 

Graf/​mbl.is

Hvað bik­ar­keppn­ina varðar hafa liðin unnið sitt hvora 9 leik­ina inn­byrðis frá ár­inu 1987 til 2020. At­hygli vek­ur að Njarðvík vann 8 af fyrstu 10 viður­eign­um liðanna á þessu tíma­bili á meðan Kefla­vík hef­ur unnið síðustu fimm leiki. 

Graf/​mbl.is

12 ár frá síðasta Íslands­meist­ara­titli

Þó svo að ríg­ur­inn á milli Suður­nesjaliðanna tveggja sé enn til staðar er svo komið að eng­inn Íslands­meist­ara­tit­ill hef­ur unn­ist hjá þeim í karla­flokki í tólf ár, eða síðan Kefl­vík­ing­ar unnu Snæ­fell árið 2008. Eng­inn bikar­tit­ill hef­ur held­ur unn­ist í átta ár, eða frá því að Kefla­vík vann Tinda­stól 2012 og ljóst að marg­ir eru orðnir lang­eyg­ir eft­ir breyt­ingu þar á (Reykja­nes)bæ. Það sem meira er þá eru liðin átján ár síðan fé­lög­in átt­ust síðast við í úr­slit­um deild­ar­inn­ar í karla­flokki og sex­tán síðan þau öttu kappi í bikar­úr­slit­un­um. Hvað veld­ur þess­ari lægð er erfitt að segja til um en KR-ing­ar hafa að minnsta kosti ein­okað sviðið und­an­far­in ár þegar kem­ur að Íslands­mót­inu.

Kon­urn­ar í betri mál­um 

Reykja­nes­bær stend­ur bet­ur að vígi í kvenna­flokki því eins og áður sagði eru aðeins þrjú ár liðin síðan síðasti Íslands­meist­ara­tit­ill vannst þar. Þá bar Kefla­vík sigur­orð af þáver­andi meist­ur­um Snæ­felli eft­ir að hafa unnið þrjár úr­slitaviður­eign­ir og tapað einni. Sömu­leiðis eru aðeins tvö ár síðan síðasti bikar­meist­ara­tit­ill vannst eft­ir ná­grann­arimmu Kefla­vík­ur og Njarðvík­ur. 

Þessi um­fjöll­un er hluti af loka­verk­efni í meist­ara­námi í blaða- og frétta­mennsku við Há­skóla Íslands.

Keflvíkingar fagna sigrinum í leikslok eftir að hafa tryggt sér …
Kefl­vík­ing­ar fagna sigr­in­um í leiks­lok eft­ir að hafa tryggt sér Íslands­meist­ara­titil­inn árið 2017. Ljós­mynd/​Skúli B. Sig­urðsson
mbl.is