Lögreglan skoðar upptökur úr Ásmundarsal

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 30. desember 2020

Lögreglan skoðar upptökur úr Ásmundarsal

Formleg rannsókn er hafin á mögulegum brotum á sóttvarnalögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Felst rannsóknin meðal annars í yfirferð á upptökum búkmyndavéla sem lögreglumenn báru á staðnum.

Lögreglan skoðar upptökur úr Ásmundarsal

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 30. desember 2020

Ásmundarsalur.
Ásmundarsalur. mbl.is/Eggert

Formleg rannsókn er hafin á mögulegum brotum á sóttvarnalögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Felst rannsóknin meðal annars í yfirferð á upptökum búkmyndavéla sem lögreglumenn báru á staðnum.

Formleg rannsókn er hafin á mögulegum brotum á sóttvarnalögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Felst rannsóknin meðal annars í yfirferð á upptökum búkmyndavéla sem lögreglumenn báru á staðnum.

Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu til fjölmiðla, þar sem tekið er fram að mikið hafi verið spurt um málið. Ekki sé unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu.

Einnig kemur fram að lögreglan hafi til rannsóknar „nokkurn fjölda mála“, sem varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum.

mbl.is