„Aum er þeirra pólitík“

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 31. desember 2020

„Aum er þeirra pólitík“

Heimsókn Bjarna Benediktssonar,fjármálaráðherra og eiginkonu í Ásmundarsal á Þorláksmessu varð óhjákvæmilega að umræðuefni í Kryddsíldinni. Skaut Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fast á Bjarna sem svaraði fyrir sig.

„Aum er þeirra pólitík“

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 31. desember 2020

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði pólitík þeirra sem vilja einblína á …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði pólitík þeirra sem vilja einblína á Ásmundarsalsatvikið auma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimsókn Bjarna Benediktssonar,fjármálaráðherra og eiginkonu í Ásmundarsal á Þorláksmessu varð óhjákvæmilega að umræðuefni í Kryddsíldinni. Skaut Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fast á Bjarna sem svaraði fyrir sig.

Heimsókn Bjarna Benediktssonar,fjármálaráðherra og eiginkonu í Ásmundarsal á Þorláksmessu varð óhjákvæmilega að umræðuefni í Kryddsíldinni. Skaut Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fast á Bjarna sem svaraði fyrir sig.

Sakaði Bjarni þáttastjórnendur um að fara með rangt mál er þeir spurðu um það að hann hafi brotið sóttvarnareglur eða að sölusýningin hafi brotið þær. Vísaði hann til þess að um 40 hafi verið í Ásmundarsal, en salurinn var með leyfi til að hafa 50 gesti.

Þá telur ráðherrann framgang bólusetninga mikilvægara viðfangsefni en þetta tiltekna tilvik. „Maður hefði haldið að fólk hefði eitthvað að segja um stefnumálin mín – ef menn vilja einblína á þetta mál – aum er þeirra pólitík.“

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessu tók Logi illa og sagði óábyrgt að ráðherra tjáði sig með þessum hætti í ljósi þess að ráðherrann hafi sjálfur biðlað til almennings að gæta sín þar sem árangur í sóttvörnum ýtti undir hraðari viðreisn efnahagslífsins. „Það þýðir ekki fyrir ráðherra að tala eins og þetta sé sitt hvor hluturinn,“ sagði Logi.

„Það getur öllum orðið á,“ svaraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurð út í Ásmundarsalsatvikið og rifjaði upp að hún hefði líklegast farið í frægustu golfferð ársins.

Hún sagði samt ljóst að traustið væri skaddað og að það væri tilefni til þess að ganga til kosninga sem fyrst. Kvaðst Þorgerður ósammála hugmyndum um minnihlutastjórn og að mikilvægt væri að kjósendur fengju að gefa sitt álit í gegnum kosningar.

Jafnframt hafi umrætt atvik ekki verið ástæða þess að Viðreisn vildi kalla þing saman heldur þyrfti að ræða framgang bólusetninga og kaup á bóluefni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst ánægð með þá „iðrun og auðmýkt“ sem Bjarni sýndi í upphafi málsins en sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það hvernig ákveðið var sækja fram gegn lögreglu. Sagði hún að væri verið að skjóta sendiboðann í stað þess að taka á málinu.

mbl.is