Ár hvert velur Smartland 25 bestu snyrti- húð- og hárvörur ársins en listinn er yfirgripsmikill og fjölbreyttur. Blaðamenn Smartlands prófa yfirleitt flest sem kemur á snyrtimarkaðinn hérlendis og eru því í lykilstöðu til að meta hvað stóð upp úr á árinu. Árið var ekkert venjulegt ár og settu fjarfundir og heimavinna mark sitt á snyrtivörukaup landsmanna enda fór fólk að kaupa betri handsápur en oft áður og sprittbrúsar urðu jafnsjálfsagðir og salernispappír.
Ár hvert velur Smartland 25 bestu snyrti- húð- og hárvörur ársins en listinn er yfirgripsmikill og fjölbreyttur. Blaðamenn Smartlands prófa yfirleitt flest sem kemur á snyrtimarkaðinn hérlendis og eru því í lykilstöðu til að meta hvað stóð upp úr á árinu. Árið var ekkert venjulegt ár og settu fjarfundir og heimavinna mark sitt á snyrtivörukaup landsmanna enda fór fólk að kaupa betri handsápur en oft áður og sprittbrúsar urðu jafnsjálfsagðir og salernispappír.
Ár hvert velur Smartland 25 bestu snyrti- húð- og hárvörur ársins en listinn er yfirgripsmikill og fjölbreyttur. Blaðamenn Smartlands prófa yfirleitt flest sem kemur á snyrtimarkaðinn hérlendis og eru því í lykilstöðu til að meta hvað stóð upp úr á árinu. Árið var ekkert venjulegt ár og settu fjarfundir og heimavinna mark sitt á snyrtivörukaup landsmanna enda fór fólk að kaupa betri handsápur en oft áður og sprittbrúsar urðu jafnsjálfsagðir og salernispappír.
Farði ársins
Chanel Les Beiges Teint Belle Mine Naturelle SPF 25
Franska tískuhúsið Chanel er sterkt þegar kemur að förðunarvörum enda leggja franskar mikinn metnað í hylkið utan um sálina. Í haust kom splunkunýr farði frá Chanel sem heillaði þá sem prófuðu hann upp úr skónum. Þessi farði gefur fallega áferð sem jafnar út húðlit og þekur vel án þess að verða eins og fólk sé með grímu í andlitinu. Fæst í Hagkaup.
Litaða dagkrem ársins
Guinot Hydra Finish Cream SPF 15
Þeir sem þekkja franska snyrtivörumerkið Guinot vita að litaða dagkremið frá merkinu er hið mesta þarfaþing í öldugangi lífsins. Það gefur ákaflega náttúrulega áferð og andlitið virkar farðalaust á sama tíma og það veitir húðinni mikinn ljóma. Það hentar vel undir farða en líka eitt og sér þegar fólk nennir ekki að setja mikinn metnað í förðun. Fæst á snyrtistofum.
Farðagrunnur ársins
Smashbox Photo Finish Vitamin Glow
Fólk sem hefur elskað farðagrunnana frá Smashbox í gegnum tíðina á eftir að kunna að meta þennan farðagrunn. Hann er borinn á andlitið á undan farðanum sjálfum og fyllir upp í húðholur og veitir fallegan ljóma um leið. Það er hlýleg áferð á honum og hann ilmar af ferskleika án þess að það verði of mikið. Fæst í Hagkaup.
Maskari ársins
Lancôme Monsieur Big Volumizing Mascara
Þessi maskari frá Lancôme býr yfir miklum töfrum. Hann þykkir og lengir augnhárin og hentar vel fyrir þá sem vilja vera með gerðarleg augnhár án þess að vera með augnháralengingu eða gerviaugnhár. Þessi maskari er fáanlegur vatnsheldur og er það smekksatriði hvort fólk kunni að meta það eða ekki. Fæst í Hagkaup og Lyfju.
Augnskuggapalletta ársins
Sensai Eye Colours Palette 02 Night Sparkle
Þessi augnskuggapalletta sem skartar fjórum litum, dökkbrúnum, perlulituðum, bronslituðum og ljósbrúnum naut mikilla vinsælda 2020. Hún var fullkomin til nota dagsdaglega en líka frábær fyrir fjarfundinn. Hægt er að leika sér með þessa liti, búa til dramatíska stemmningu en líka frábær til þess að fá smá líf á augnlokin. Fæst í Hagkaup.
Sólarpúður ársins
Guerlain Terracotta Bronzing Powder
Þetta sólarpúður er löngu orðið klassískt. Það býr yfir 30 ára gamalli sögu af velgengni sem notendur þess þekkja. Auðvelt er að nota þetta sólarpúður til að skyggja andlitið en það er líka mjög nytsamlegt sem kinnalitur. Fæst í Hagkaup.
Ljómavara ársins
Chanel Les Beiges Fluide Enlumineur
Ljómavara ársins kemur frá franska tískuhúsinu Chanel. Um er að ræða ljóma í fljótandi formi sem hægt er að bera á allt andlitið undir farða eða bera á andlitið á þá staði sem fólk vill láta ljóma sérstaklega. Fæst í Lyf og heilsu og Hagkaup.
Hyljari ársins
Yves Saint Laurent All Hours Concealer
Það komst enginn í gegnum þetta erfiða ár nema eiga góðan hyljara. Yves Saint Laurent er þekkt fyrir gullpennann sinn en All Hours hyljarinn frá þeim kom sterkur inn á árinu og var mikið notaður. Fæst í Hagkaup.
Varalitur ársins
Dior Rouge Matte 999
Í mars bárust þær fréttir að Dior snyrtivörur væru aftur fáanlegar á Íslandi. Þetta vakti kátínu hjá Diorelskendum. Rauði varaliturinn 999 naut mikilla vinsælda á árinu enda býr hann yfir þeim eiginleikum að haldast vel á vörunum og klínast ekki út um allt. Fæst í Lyf og heilsu og Hagkaup.
Gloss ársins
Clarins Instant Light Natural Lip Perfector
Þetta gloss naut mikilla vinsælda á árinu. Það kemur í nokkrum litum og gefur vörunum fallega áferð. Það sem er frábært við þetta gloss er að það er líka hægt að nota það sem kinnalit. Fæst í Hagkaup.
Augabrúnavara ársins
Urban Decay Inked 3 Day Brow
Á tímum sem þessum þegar snyrtistofur voru lokaðar þurfti fólk að grípa til sinna eigin ráða. Þá kom þetta augabrúnaefni frá Urban Decay að góðum notum. Efnið er í fljótandi formi með litlum skáskornum bursta sem auðvelt er að nota til að móta augabrúnirnar. Það góða við þetta efni er það endist í þrjá daga og því fullkomið fyrir mjög latt fólk. Fæst í Hagkaup.
Andlitshreinsir ársins
/skin regimen/ Cleansing Cream
Þessi andlitshreinsir sló í gegn 2020. Hann þurrkar ekki húðina og mælt er með því að nota hann einu sinni að morgni og tvisvar að kvöldi. Þar að segja þrífa andlitið upp úr honum þegar fólk vaknar og þrífa andlitið tvisvar á kvöldin. Fyrst með því að þrífa farða af og svo til þess að hreinsa húðina almennilega. Þessi andlitshreinsir er borinn á með höndunum, andlitið skrúbbað og þvegið með volgu vatni. Það þarf því enga bómull eða neitt slíkt sem er mun umhverfisvænna. Fæst á Beautybar.is
Andlitskrem ársins
SkinCeuticals A.G.E Interrprer
Þetta dagkrem er áhrifarækt og dregur verulega úr öldrunarmerkjum eins og fínum línum. Kremið jafnar út húðina og eykir teygjanleika hennar ásamt því að viðhalda góðum raka. Það er mjög gott fyrir þroskaða húð og inniheldur bláberjaseyði, proxylane og phytosphingosine. Fæst á Húðlæknastöðinni.
Augnkrem ársins
Comfort Zone Hydramemory Eye Gel
Þetta augnkrem veitir mikinn raka og hjálpar til við að draga úr þreytueinkennum og þrota í kringum augun. Það hentar fólki vel sem vinnur mikið fyrir framan tölvu og eða sefur ekki nógu mikið. Fæst á snyrtistofum.
Húðmeðferð ársins
BIOEFFECT 30 day Treatment
Um er að ræða öfluga húðmeðferð sem minnkar hrukkur, roða og veitir húðinni góðan raka. Mælt er með því að nota þessa 30 daga meðferð einu sinni til fjórum sinnum á ári en þessir húðdropar eru virkasta varan frá BIOEFFECT. Fæst í Lyfju og Hagkaup.
Augnmaski ársins
Shiseido Vital Perfection Uplifting and Firming Express Eye Mask
Þessi andlitsmaski er afar áhrifaríkur og hjálpar augnsvæðinu að verða frískandi á einni viku. Maskinn er auðveldur í notkun en hann er settur undir augun og mikilvægt er að slaka á á meðan maskinn vinnur. Fæst í Hagkaup.
Sólarvörn ársins
SkinCeuticals Mineral Radiance SPF 50
Þessi sólarvörn var á lista Smartlands í fyrra yfir bestu snyrtivörur ársins og kemst aftur inn í ár vegna góðra eiginleika. Þessi sólarvörn inniheldur eingöngu vörn úr steinefnum og inniheldur lit þannig að hún jafnar ásýnd húðarinnar. Hægt er að nota þessa sólarvörn sem léttan farða eða litað dagkrem. Fæst á Húðlæknastöðinni.
Handsápa ársins
L'Occitane Shea Lavender Liquid Soap
Árið 2020 var ár handþvottarins og enginn komst upp með annað en að þvo hendur sínar í tíma og ótíma. Svo hendurnar yrðu ekki eins og þær væru 150 ára þurfti sérstaklega góða sápu. Þessi franska hágæðasápa fleytti þeim lengra sem vildu hafa mjúkar hendur en það góða við þessa sápu er að hægt er að kaupa áfyllingu og því hentar hún vel fyrir umhverfissinna þessa heims. Fæst í L'Occitane í Kringlunni.
Sjampó ársins
Kevin.Murphy Angel Wash
Þetta sjampó kom eins og himnasending inn í líf þeirra sem voru með þurrt, slitið og litað hár. Það mýkir hárið og það fær fallega glansandi áferð. Árið 2020 var aldrei jafn mikilvægt að eiga gott sjampó, sérstaklega þegar hárgreiðslustofur voru lokaðar og hárið þurfti sérlega ummönnun. Fæst á Beautybar.is
Þurrsjampó ársins
Label.M Brunette Dry Shampoo
Ef það er einhver hárvara sem bjargaði hárinu á dökkhærðum konum 2020 þá er það þetta þurrsjampó með lit frá Label.M. Þetta þurrsjampó er úðað í rótina og virkar ekki bara eins og þurrsjampó heldur líka sem litur. Fólk sem komst ekki á hárgreiðslustofur vegna samkomubanns notaði þetta sjampó til þess að redda á sér rótinni á ögurstundu. Fæst á Beautybar.is.
Litasjampó ársins
Davines Alchemic Shampoo Chocolate
2020 var ár heimahárs þegar hárgreiðslustofur voru lokaðar. Á þessum tímabilum dó fólk ekki ráðalaust og bjargaði því sem bjargað varð með litasjampói. Eitt það besta er frá Davines og kemur það í mörgum litum. Fæst á Beautybar.is.
Hárnæring ársins
Eleven Miracle Hair Treatment
Fólk sem var í vandræðum með þurrt hár hoppaði hæð sína þegar það fór að nota þessa hárnæringu sem borin er í blautt hárið og skilin eftir í hárinu. Þessi næring er rakagefandi og byggir upp viðkvæmt hár. Þessi næring kemur í veg fyrir klofna enda sem var afar mikilvægt 2020 þegar fólk komst ekki á hárgreiðslustofu. Þeir sem áttu það til að lenda í alvarlegum flókavandræðum leystu það með þessari næringu. Auk þess veitir þessi næring auka fyllingu og gerir meira úr hárinu sem sumum finnst eftirsóknarvert. Fæst á Beautybar.is.