Horfði á lögregluna keyra líkin burt á Tenerife

Íslendingar í útlöndum | 5. janúar 2021

Horfði á lögregluna keyra líkin burt á Tenerife

Snæfríður Ingadóttir blaðamaður og rithöfundur er stödd á Tenerife ásamt eiginmanni sínum og þremur dætrum þeirra. Fjölskyldan dvelur í bænum El Medano sem er við suðausturströnd Tenerife.

Horfði á lögregluna keyra líkin burt á Tenerife

Íslendingar í útlöndum | 5. janúar 2021

Snæfríður Ingadóttir og eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson ásamt dætrum sínum …
Snæfríður Ingadóttir og eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson ásamt dætrum sínum þremur þeim Bryndísi, Margréti og Ragnheiði.

Snæfríður Ingadóttir blaðamaður og rithöfundur er stödd á Tenerife ásamt eiginmanni sínum og þremur dætrum þeirra. Fjölskyldan dvelur í bænum El Medano sem er við suðausturströnd Tenerife.

Snæfríður Ingadóttir blaðamaður og rithöfundur er stödd á Tenerife ásamt eiginmanni sínum og þremur dætrum þeirra. Fjölskyldan dvelur í bænum El Medano sem er við suðausturströnd Tenerife.

Í morgun varð Snæfríður vitni að því í morgungöngu sinni að bát hafði skolað á land við ströndina Playa del Cabezo en í honum voru 47 flóttamenn frá Afríku. Af þessum 47 sem voru í þessum opna bát voru fjórir látnir. Samkvæmt heimildum BBC komu yfir 11.000 flóttamenn frá Afríku yfir á Kanaríeyjar í heild sinni árið 2020 en árið áður voru þeir í kringum 2.500.  

Snæfríður segir að það hafi verið átakanlegt að verða vitni að þessu. 

„Þetta var mjög óraunveruleg upplifun. Lögreglan var að keyra líkin burt um leið og fyrstu sólardýrkendurnir voru að mæta á ströndina til þess að sleikja sólina,“ segir Snæfríður í samtali við Ferðavef mbl.is. 

Hún segir að þetta sé skýrt dæmi um það hvernig gæðum fólks í heiminum sé misskipt.  

„Það er erfitt að hugsa til þess að meðan við förum í ferðalag af fúsum og frjálsum vilja þá leggja aðrir af stað ì algjörri neyð út í óvissuna, á opnum bát með engum sætum né skjóli, í von um betra líf. Lögreglan tók á móti þeim sem lifðu af en hvað bíður þeirra er óvíst. Við erum sannarlega forréttindafólk, við megum ekki gleyma því,“ segir Snæfríður.
Svona lítur báturinn út.
Svona lítur báturinn út. Ljósmynd/Snæfríður Ingadóttir
Hér má sjá myndina af bátnum sem flóttamennirnir komu á …
Hér má sjá myndina af bátnum sem flóttamennirnir komu á til Tenerife. Ljósmynd/Snæfríður Ingadóttir
mbl.is