Landsréttur hefur snúið við öllum frávísunarúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli héraðssaksóknara gegn systkinunum sem oftast eru kennd við Sjólaskip.
Landsréttur hefur snúið við öllum frávísunarúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli héraðssaksóknara gegn systkinunum sem oftast eru kennd við Sjólaskip.
Landsréttur hefur snúið við öllum frávísunarúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli héraðssaksóknara gegn systkinunum sem oftast eru kennd við Sjólaskip.
Málin voru upphaflega fimm talsins gegn systkinunum fjórum, þeim Ragnheiði Jónsdóttur, Berglindi Jónsdóttur, Haraldi Reyni Jónssyni og Guðmundi Steinari Jónssyni. Í málunum gegn þeim var þeim gert að sök að hafa staðið skil á efnilega röngum framtölum.
Auk þess voru bræðurnir ákærðir saman í einu máli sem varðar erlend félög á Kýpur og Belize sem að útgerð þeirra á vesturströnd Afríku er sögð hafa verið rekin í gegnum. Það er byggt á því að raunveruleg stjórn þessara félaga hafi verið á Íslandi og bræðurnir því borið skattskyldu hér á landi en ekki erlendis – þeir hafi því vanframtalið þrjá milljarða króna á árunum 2006 til 2007.
Málin þrjú gegn bræðrunum voru svo sameinuð í eitt mál og voru frávísunarúrskurðir héraðsdóms því þrír talsins. Málunum var vísað frá í júlí á síðasta ári.
Þeim ákæruliðum sem sneru að meintum skilum á efnislega röngum framtölum var vísað frá héraðsdómi á grundvelli Ne bis in idem reglu Mannréttindadómstóls Evrópu sem leggur bann við tvöfaldri refsingu fyrir sama brot. Landsréttur segir í dómi sínum vegna frávísunar á máli bræðranna tveggja þann 22. desember, að málsmeðferðin í máli bræðranna hefði ekki brotið gegn umræddum viðauka í Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá uppfyllti ákæran kröfur um skýrleika þannig að þeir gætu tekið afstöðu til hennar og haldið uppi vörnum. Mál systranna voru send aftur í hérað af Landsrétti um miðjan nóvember.