Lisa Montgomery, eina konan sem var á dauðadeild bandaríska alríkisins, var tekin af lífi í morgun í alríkisfangelsinu í Terre Hauteí Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi af alríkisstjórninni í tæp 70 ár.
Lisa Montgomery, eina konan sem var á dauðadeild bandaríska alríkisins, var tekin af lífi í morgun í alríkisfangelsinu í Terre Hauteí Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi af alríkisstjórninni í tæp 70 ár.
Lisa Montgomery, eina konan sem var á dauðadeild bandaríska alríkisins, var tekin af lífi í morgun í alríkisfangelsinu í Terre Hauteí Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi af alríkisstjórninni í tæp 70 ár.
Aftökunni var frestað í tvígang, fyrst vegna Covid-19 og síðan af dómara á mánudagskvöldið en úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í gærkvöldi um að aftakan mætti fara fram varð til þess að aftakan fór fram í nótt.
Mál Montgomery hefur vakið heimsathygli ekki síst vegna þess að lögmenn hennar sögðu að hún hefði verið veik á geði þegar hún framdi morðið árið 2004.
Að sögn vitna við aftökuna fjarlægði konan, sem var við hlið Montgomery þegar aftakan fór fram, grímu fangans og spurði hvort hún vildi segja eitthvað að lokum. Svar Montgomery var einfalt „nei“ og tjáði hún sig ekkert frekar.
Lisa Montgomery var úrskurðuð látin klukkan 01:31 að staðartíma eða klukkan 06:31 að íslenskum tíma. Hún var 52 ára er hún lést.
Lögmaður Montgomery, Kelley Henry, segir að allir þeir sem tóku þátt í aftökunni eigi að skammast sín. „Ríkisstjórnin gerði ekkert til þess að stöðva dráp á skemmdri og veruleikafirrtri konu. Aftaka Lisu Montgomery er óréttlát.“
Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnett á hrottalegan hátt í desember 2004. Stinnett var 23 ára gömul, nýgift og gekk með sitt fyrsta barn. Þær kynntust í gegnum hundaspjall á netinu. Montgomery sagði Stinnett að hún væri einnig þunguð og í kjölfarið fóru þær að skiptast á meðgöngusögum. Montgomery ók 281,5 km, frá heimili sínu í Kansas til smábæjarins Skidmore þar sem Stinnett bjó. Þar ætlaði Montgomery að skoða hvolpa í eigu Stinnett.
Stinnett átti von á konu sem hét Darlene Fischer en Fischer var nafnið sem Montgomery hafði notað á netinu þegar hún spjallaði við Stinnett. Þegar Stinnett opnaði útidyrahurðina réðst Montgomery á hana, kyrkti með reipi og skar barnið út úr kvið hennar og skildi Stinnett eftir í blóði sínu.
Rannsakendur komust fljótt að því að Darlene Fischer var ekki til og næsta dag fundu þeir Montgomery í gegnum tölvupóstana og vistfang tölvu hennar. Þegar þeir komu heim til hennar var Lisa með nýfædda stúlku í fanginu sem hún sagðist hafa fætt daginn áður. Stuttan tíma tók að hrekja allt það sem Lisa sagði sem játaði á sig morðið fljótlega.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu var aftakan í samræmi við dóm alríkisdómara en Hæstiréttur hafði aðeins stuttu áður heimilað aftökuna þrátt fyrir efasemdir um geðheilsu fangans. Kom úrskurður Hæstaréttar í kjölfar þrýstings frá ríkisstjórn Donalds Trumps um að aftakan færi fram. 67 ár eru síðan alríkið tók konu síðast af lífi og útlit fyrir að það verði ekki gert næstu árin þar sem Joe Biden, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir viku, er eindreginn andstæðingur dauðarefsinga.
Kelley Henry segir ákvörðun stjórnvalda grimmilega, ólöglega og óþarfa æfingar yfirvalda til þess að sýna vald sitt.