Af sömu rót og Landsréttarmálið

Landsréttur | 14. janúar 2021

Af sömu rót og Landsréttarmálið

Mál Jens Gunnarssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, er eitt átján mála af sömu rót og Landsréttarmálið, sem tekin verða til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu verði sáttum ekki náð. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Af sömu rót og Landsréttarmálið

Landsréttur | 14. janúar 2021

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Ljós­mynd/​ECHR

Mál Jens Gunnarssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, er eitt átján mála af sömu rót og Landsréttarmálið, sem tekin verða til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu verði sáttum ekki náð. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Mál Jens Gunnarssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, er eitt átján mála af sömu rót og Landsréttarmálið, sem tekin verða til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu verði sáttum ekki náð. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Jens Gunn­ars­son var dæmdur í 15 mánaða fang­elsi í Landsrétti árið 2018 og Pét­ur Axel Pét­urs­son í 9 mánaða fang­elsi. Ákært var í mál­inu í nóv­em­ber 2016.

Jens var sakfelldur fyrir að hafa veitt nafngreindum brotamanni, Pétri Axel Péturssyni, upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um og fyrir að hafa heimtað peninga af honum í SMS-skilaboðum. Mál Péturs er einnig til meðferðar hjá MDE, segir í frétt Fréttablaðsins.

Hæstiréttur synjaði Jens um áfrýjunarleyfi en hann óskaði eftir því meðal annars á þeim forsendum að brot hans væru ósönnuð og sakfelling hefði verið reist á sönnunargögnum sem aflað var með ólögmætum hætti. 

mbl.is