Rúnar lifir einföldu lífi í húsbíl

Vetraríþróttir | 18. janúar 2021

Rúnar lifir einföldu lífi í húsbíl

Snjóbrettakappinn Rúnar Pétur Hjörleifsson fer á kostum í nýju myndbandi þar sem hann sýnir leikni sína á snjóbretti í magnaðri vetrarnáttúru Austfjarða, en þaðan er Rúnar Pétur ættaður. 

Rúnar lifir einföldu lífi í húsbíl

Vetraríþróttir | 18. janúar 2021

Rúnar Pétur Hjörleifsson snjóbrettakappi.
Rúnar Pétur Hjörleifsson snjóbrettakappi. Ljósmynd/Víðir Björnsson

Snjóbrettakappinn Rúnar Pétur Hjörleifsson fer á kostum í nýju myndbandi þar sem hann sýnir leikni sína á snjóbretti í magnaðri vetrarnáttúru Austfjarða, en þaðan er Rúnar Pétur ættaður. 

Snjóbrettakappinn Rúnar Pétur Hjörleifsson fer á kostum í nýju myndbandi þar sem hann sýnir leikni sína á snjóbretti í magnaðri vetrarnáttúru Austfjarða, en þaðan er Rúnar Pétur ættaður. 

„Ég lifi mjög einföldu lífi. Ég þarf ekki mikið. Ég bý í húsbílnum mínum til að geta ferðast um heiminn og verið sem næst fjöllunum. Að búa í svona litlu rými hefur kennt mér svo margt, meðal annars að lifa í núinu og vera meira úti,“ segir Rúnar Pétur sem býr í húsbílnum og dvelur löngum stundum í Ölpunum þar sem hann leikur sér á snjóbretti.

Íslensku fjöllin eru ekki síðri en Alparnir.
Íslensku fjöllin eru ekki síðri en Alparnir. Ljósmynd/Víðir Björnsson

Íslenski útivistarfataframleiðandinn 66°Norður er styrktaraðili Rúnars Péturs í ævintýrum hans og framleiddi myndbandið ásamt kvikmyndagerðarmanninum Víði Björnssyni. 

„Á sumrin vinn ég eins og brjálæðingur í fiski til að ég geti einbeitt mér að því að renna mér á snjóbretti allan veturinn. Ég eyði dögunum í að keyra um firðina og leita að línum til að renna mér niður. Þetta er eilífðarbarátta við veðrið. Það vinnur yfirleitt ekki með mér. Stundum er ég fastur í marga daga og kemst ekki upp í fjall. Það er partur af þessu sem maður lærir að lifa með. Svo koma dagarnir sem maður hefur beðið eftir lengi þar sem það kemur gott veður og réttu aðstæðurnar og allt smellur saman. Þetta eru dagarnir sem maður man eftir allt sitt líf,“ segir Rúnar Pétur. 

Hann segist hafa áttað sig á því að það var óþarfi að ferðast um allan heiminn til að finna gott rennsli. „Þetta var allt í bakgarðinum hjá mér á Austfjörðum. Það að fara upp í fjall er mín leið til að komast frá öllu daglegu stressi. Þetta er mín hugleiðsla.“

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið og mögnuð tilþrif Rúnars Péturs í íslenskri náttúru. 

mbl.is