Lítill stuðningur fyrir fólk með frjósemisvanda

Ófrjósemi | 28. janúar 2021

Lítill stuðningur fyrir fólk með frjósemisvanda

Rakel Rut Björnsdóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur nú að netmeðferð fyrir konur sem glíma við frjósemisvanda. Verkefnið vinnur hún með Fjólu Dögg Helgadóttur doktor í sálfræði en Rakel segir skorta sálfræðilega meðferð fyrir fólk sem glímir við þennan algenga vanda. 

Lítill stuðningur fyrir fólk með frjósemisvanda

Ófrjósemi | 28. janúar 2021

Rakel Rut Björnsdóttir.
Rakel Rut Björnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Rakel Rut Björnsdóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur nú að netmeðferð fyrir konur sem glíma við frjósemisvanda. Verkefnið vinnur hún með Fjólu Dögg Helgadóttur doktor í sálfræði en Rakel segir skorta sálfræðilega meðferð fyrir fólk sem glímir við þennan algenga vanda. 

Rakel Rut Björnsdóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur nú að netmeðferð fyrir konur sem glíma við frjósemisvanda. Verkefnið vinnur hún með Fjólu Dögg Helgadóttur doktor í sálfræði en Rakel segir skorta sálfræðilega meðferð fyrir fólk sem glímir við þennan algenga vanda. 

Konur sem eru 18 ára og eldri og glíma við ófrjósemisvanda geta skráð sig til þátttöku til 1. febrúar. Fjóla ræddi við fólk sem var að glíma við ófrjósemisvanda við gerð meðferðarinnar. Hún tók saman hvað var hjálplegt og bjó til meðferð út frá því sem byggir á hugrænni atferlismeðferð sem er mikið notað við kvíða og þunglyndi. Netmeðferðin tekur þrjá mánuði og meta þær síðan ávinning meðferðarinnar. 

„Ég kem inn í þetta af því ég hef áhuga á þessu málefni. Síðustu árin er ég búin að taka eftir því að það eru mun fleiri að glíma við þetta heldur en ég átti von á og bara margir af mínum vinum. Ég sá hvaða áhrif þetta gat haft á fólk, á þeirra líf. Það kom mér líka á óvart að það var í rauninni ekkert mikið af úrræðum í boði. Það virtist vera að sálfræðilega hliðin væri vanrækt og þetta er bara læknisfræðileg meðferð að eignast barn. Það er lítill stuðningur í boði þó svo það séu einhverjir sálfræðingar þarna úti sem bjóða upp á það en hann er mjög takmarkaður,“ segir Rakel. 

Rakel segir fólk mikið sækja sér upplýsingar á netinu og sé í hópum á Facebook. Rakel segir ekki endilega gott þegar fólk sækir sér upplýsingar á netið þar sem mikið er af röngum upplýsingum. 

„Það er mjög mikið þarna eins og að borða þetta geti aukið frjósemi eða bara slaka á og þá gerist þetta. Alls konar svona sem er bara óhjálplegt þegar fólk er í þessari stöðu. Kannski búið að vera að reyna í mörg ár, eiga tæknifrjóvgun sem misheppnaðist. Þannig þetta er svolítið flókið.“

Hvaða áhrif hefur þetta á andlega líðan fólks í þessari stöðu?

„Hérna á Íslandi eru mjög fáar rannsóknir sem hafa skoðað áhrif frjósemisvanda á líðan. Erlendis eru rannsóknir að sýna að konur upplifa meiri einkenni, þess vegna er ég að rannsaka það en þetta er ekki síður vandi fyrir karla líka. Hjá konum er rosalega algeng kvíða-, streitu- og þunglyndiseinkenni. Skömm, félagsleg einangrun af því fólk hættir að mæta í boð og vera í kringum fólk. Þetta hefur rosalega mikil áhrif á sjálfsmat, líka sambandsvanda og samskiptavanda almennt. Þetta er fjölþætt og hefur áhrif á lífið almennt.“

Skráning í netmeðferðina er opin til 1. febrúar. Þegar konur skrá sig fylla þær út spurningalista sem metur streitu, kvíða, og þunglyndi auk ófrjósemisstreitu sem er aðeins öðruvísi en hefðbundin streita. Síðan fá þátttakendur aðgang að prógramminu í þrjá mánuði. Eftir þrjá mánuði fær það aftur spurningalista þannig hægt sé að mæla gagnsemi meðferðarinnar.

Rakel segir að þær hafi byrjað að auglýsa verkefnið fyrir rúmlega viku síðan og á þeim stutta tíma hafa þær fengið ótrúlega góð viðbrögð.

„Það virðist vera ofboðslega mikil þörf á þessu miðað við það sem við höfum heyrt í kringum okkar. Ég hef fengið pósta með fyrirspurnum og líka að þetta sé þarft rannsóknarefni. Það er skortur á rannsóknum á þessu sviði. Af því þetta er algengt. Það er talið að 10 til 15 prósent para glími við ófrjósemi á einhverjum tímapunkti.“

Með því að smella hér er hægt þátt í rannsókninni og nýta sér meðferðina. 

mbl.is