Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur í úrskurði að siðareglur BÍ hafi ekki verið brotnar í kærumáli Aldísar Schram gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, sjónvarpsstjóra Hringbrautar, vegna viðtals hans við Bryndísi Schram um bók hennar „Brosað gegnum tárin".
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur í úrskurði að siðareglur BÍ hafi ekki verið brotnar í kærumáli Aldísar Schram gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, sjónvarpsstjóra Hringbrautar, vegna viðtals hans við Bryndísi Schram um bók hennar „Brosað gegnum tárin".
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur í úrskurði að siðareglur BÍ hafi ekki verið brotnar í kærumáli Aldísar Schram gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, sjónvarpsstjóra Hringbrautar, vegna viðtals hans við Bryndísi Schram um bók hennar „Brosað gegnum tárin".
Kæru vegna málsins barst Siðanefnd 4. janúar síðastliðinn. Þátturinn var sýndur 5. nóvember.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir m.a.: „Siðanefnd telur eðlilegt að tekið sé viðtal við höfund nýútkominnar bókar og umfjöllunarefnið eigi fyllilega rétt á sér. Nefndin hefur áður tekið þá afstöðu að í viðtalsþáttum sé þess ekki krafist að andstæð sjónarmið komi fram í sama þætti, en að farið sé að siðareglum BÍ við flutning þeirra.“
Niðurstaða Siðanefndar er að spurningar kærða í umræddu viðtali brjóti ekki í bága við siðareglur BÍ, að því er kemur fram á vef félagsins.
Í lok kæru sinnar leggur Aldís fram beiðni þar sem stendur: „Ég undirrituð, kynferðisbrotaþoli Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem var aðalumræðuefnið í svokölluðum fréttaþætti á Hringbraut þann 5. nóvember sl. þar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, bar út slúður um mig ásamt Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns, án þess að ég fengi vörnum við komið, fer þess hér með á leit að ég verði opinberlega beðin afsökunar á því fleipri sem umræddur fréttastjóri fór með um mig í þessum óvandaða einhliða og hlutdræga „fréttaþætti“, þar sem hann sýndi mér hvorki fyllstu tillitssemi í umfjöllun sinni um þetta vandasama mál, né forðaðist að valda mér óþarfa sársauka, eins og bar skv. siðareglum BÍ, honum sjálfum til vanvirðu.“
Sigmundur Ernir svaraði aðeins einum lið kæru Aldísar og sagði að allt viðtalið við Bryndísi hafi verið byggt á bók hennar.