„Ég hefði átt að játa mig sigraða,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og á þá við alvarleg veikindi sín sem settu mark sitt á feril hennar. Skömmu fyrir efnahagshrunið 2008 greindist hún með heilaæxli og gekkst í kjölfarið undir þrjár skurðaðgerðir, þar af eina sama dag og Glitnir hrundi. „Það gerist sama daginn: Ég hryn og Glitnir hrynur.“
„Ég hefði átt að játa mig sigraða,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og á þá við alvarleg veikindi sín sem settu mark sitt á feril hennar. Skömmu fyrir efnahagshrunið 2008 greindist hún með heilaæxli og gekkst í kjölfarið undir þrjár skurðaðgerðir, þar af eina sama dag og Glitnir hrundi. „Það gerist sama daginn: Ég hryn og Glitnir hrynur.“
„Ég hefði átt að játa mig sigraða,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og á þá við alvarleg veikindi sín sem settu mark sitt á feril hennar. Skömmu fyrir efnahagshrunið 2008 greindist hún með heilaæxli og gekkst í kjölfarið undir þrjár skurðaðgerðir, þar af eina sama dag og Glitnir hrundi. „Það gerist sama daginn: Ég hryn og Glitnir hrynur.“
Ingibjörg Sólrún er fyrsti gestur Loga Bergmanns í nýrri þáttaröð af Með Loga. Í einlægu samtali þeirra fer hún yfir merkilegan feril sinn, þar á meðal hina erfiðu tíma í kjölfar hrunsins sem enduðu með því að hún ákvað að rjúfa ríkisstjórnina í upphafi árs 2009, rétt eftir þriðju skurðaðgerðina út af heilaæxlinu. „Ég varð að fara frá borði, ég sá það alveg,“ segir hún í þættinum sem kemur inn í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 11. febrúar og verður sýndur í opinni dagskrá þann sama dag.