Samtök iðnaðarins fagna niðurstöðu starfshóps sem birt var í dag um legu Sundabrautar sem leiddi í ljós að brú er hagkvæmari kostur en jarðgöng.
Samtök iðnaðarins fagna niðurstöðu starfshóps sem birt var í dag um legu Sundabrautar sem leiddi í ljós að brú er hagkvæmari kostur en jarðgöng.
Samtök iðnaðarins fagna niðurstöðu starfshóps sem birt var í dag um legu Sundabrautar sem leiddi í ljós að brú er hagkvæmari kostur en jarðgöng.
Á vefsíðu sinni taka Samtök iðnaðarins undir með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að ekkert sé því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut.
„Ljóst er að Sundabraut bætir umtalsvert vegasamgöngur en reiknað er með að vegalengdin frá Akranesi til Reykjavíkur muni til að mynda styttast um 5-8 km. Dregur framkvæmdin einnig úr umferðaþunga á öðrum vegum, s.s. Höfðabakka um Gullinbrú og í Ártúnsbrekku. Ljóst er að framkvæmdin getur aukið hagræði fyrir atvinnustarfsemi af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningunni.
Bent er á að heildarkostnaður er metinn 69 milljarða króna, þ.e. 44 milljarða króna kostnaður við þverun Kleppsvíkur með Sundabrú og 25 milljarða króna kostnaður við kaflann frá Gufunesi að Kjalarnesi. Um er að ræða eina af sex samgönguframkvæmdum sem Alþingi hefur heimilað að verði unnin sem samvinnuverkefni hins opinbera og einkaaðila (PPP). Samtök iðnaðarins studdu frumvarp til þeirra laga þegar það var lagt fram á Alþingi á síðastliðnu ári, að því er segir í tilkynningunni.
„Samtök iðnaðarins hafa oft bent á það undanfarið að núna er góður tími til að fara í fjárfestingar í innviðum. Undirbúningur, hönnun og verklegar framkvæmdir hjálpa til við að skapa störf og verðmæti. Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Innviðaframkvæmdir skapa nauðsynlega viðspyrnu fyrir hagkerfið nú þegar þjóðarbúið þarf á því að halda.“