900 dagar á ketó

Daglegt líf | 4. febrúar 2021

900 dagar á ketó

Það eru fáir sem hafa tileinkað sér ketó-lífsstílinn jafn vel og Hanna Þóra sem hefur verið á mataræðinu í tvö og hálft ár og segir að það sé nákvæmlega engin skerðing á lífsgæðum að segja skilið við kolvetnin. Þvert á móti hafi hún sjaldan borðað jafn gómsætan mat.

900 dagar á ketó

Daglegt líf | 4. febrúar 2021

Hanna Þóra hefur verið 900 daga á ketó mataræðinu og …
Hanna Þóra hefur verið 900 daga á ketó mataræðinu og hefur aldrei liðið betur. Ljósmynd/Aðsend

Það eru fáir sem hafa tileinkað sér ketó-lífsstílinn jafn vel og Hanna Þóra sem hefur verið á mataræðinu í tvö og hálft ár og segir að það sé nákvæmlega engin skerðing á lífsgæðum að segja skilið við kolvetnin. Þvert á móti hafi hún sjaldan borðað jafn gómsætan mat.

Það eru fáir sem hafa tileinkað sér ketó-lífsstílinn jafn vel og Hanna Þóra sem hefur verið á mataræðinu í tvö og hálft ár og segir að það sé nákvæmlega engin skerðing á lífsgæðum að segja skilið við kolvetnin. Þvert á móti hafi hún sjaldan borðað jafn gómsætan mat.

„Ég er að hefja minn níuhundraðasta dag á ketó núna um helgina sem er skemmtileg staðreynd. Tvö og hálft ár sem hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími en umfram allt afar skemmtilegur, segir Hanna Þóra sem segir að munurinn sem hún finni sé mikill.

„Ég finn gífurlegan mun á orkunni sem ég hef í daglegu amstri. Áður var ég sífellt þreytt, sótti í skyndiorku og var farin að þyngjast mjög mikið. Ég er mun léttari á mér bæði líkamlega, andlega og meltingin er mun betri eftir að ég breytti mataræðinu. Þau kolvetni sem ég borða eru þau kolvetni sem mér líður vel með að borða. Ég finn fyrir ákveðnum létti að vera búin að ákveða að borða ekki kolvetni sem henta mér illa eins og hveiti og sykur, það er því enginn dans á línunni lengur sem einfaldar mér lífið. Ég er mikill sælkeri en upplifi engan skort því ég finn ávallt ketóvænan staðgengil fyrir allt sem mig langar að borða. Ég myndi segja að síðustu 900 dagar hafi verið þeir allra bestu í lífi mínu hvað varðar gómsætan mat.

Helstu mistökin sem fólk gerir

Það er gömul vísa og ný að fólk byrjar oft með miklu offorsi og gefst fljótt upp. Á það bæði við um líkamsrækt og mataræði en Hanna segir það afar mikilvægt að vera þolinmóður. „Algengustu mistökin sem fólk gerir er að gefa sjálfu sér ekki tíma til að venjast nýju mataræði. Þolinmæði þrautir vinnur allar og það besta sem þú getur gefið sjálfum þér er tími til að hugsa um heilsuna og leyfa ferlinu að vinna með þér, segir hún en Hanna gaf í fyrra út bókina KETÓ sem hefur fengið frábærar viðtökur enda góður leiðarvísir að mataræðinu auk þess að vera sneisafull af gómsætum uppskriftum.

„Ketó er þess eðlis að það þarf að kynna sér vel allar tegundir af matvælum og átta sig á því hvernig næringargildin eru. Þeim mun fleiri vörur sem þú skoðar innihaldslýsingar og næringargildi á – þeim mun fróðari verður þú um val þitt á þinni næringu,“ segir Hanna og deilir hér uppskrift með lesendum þar sem hún notar spaghettí sem margur hefði haldið að væri á bannlista. Hér er hins vegar um að ræða nánast kolvetnalaust spaghettí sem Hanna Þóra segir að sé mjög mikilvægt; að finna staðgengla fyrir þær kolvetnaríku vörur sem voru í uppáhaldi og hún hélt að hún þyrfti að kveðja. Sér í lagi segist Hanna Þóra sakna hrísgrjóna en sá söknuður heyri nú sögunni til eftir að hún uppgötvaði hrísgrjón frá breska fyrirtækinu Barenaked sem unnin eru úr konjac-rót.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Bók Hönnu Þóru er uppseld en ný sending er væntanleg …
Bók Hönnu Þóru er uppseld en ný sending er væntanleg eftir helgi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is