Norska öryggislögreglan (PST) handtók í gær 16 ára sýrlenskan pilt sem er grunaður um að hafa verið að undirbúa árás í landinu.
Norska öryggislögreglan (PST) handtók í gær 16 ára sýrlenskan pilt sem er grunaður um að hafa verið að undirbúa árás í landinu.
Norska öryggislögreglan (PST) handtók í gær 16 ára sýrlenskan pilt sem er grunaður um að hafa verið að undirbúa árás í landinu.
Pilturinn hefur búið í Ósló í nokkur ár og segir talsmaður PST, Trond Hugubakken, í samtali við AFP-fréttastofna að hann hafi verið byrjaður að undirbúa árásina.
Hugubakken segir að fyrirhuguð árás hafi átt að vera alvarleg og stærri en venjulega er. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir piltinum í fjórar vikur en lögmaður hans segir í samtali við VG að það sé ekki eðlilegt að setja 16 ára pilt í gæsluvarðhald. Hann er með sýrlenskan ríkisborgararétt og samkvæmt VG er hann stuðningsmaður Ríkis íslams sem kom til Noregs í gegnum fjölskyldusameiningu.
„Hann segist vera saklaus og fer fram á að vera látinn laus. Það samrýmist ekki aldri hans að vera hnepptur í gæsluvarðhald,“ segir Andreas Berg Fevang lögmaður hans.
Hugubakken segir í samtali við VG að undanfarin ár hafi PST séð ungmenni, jafnvel börn niður í 13 til 14 ára, öfgavæðast. Hvort sem það eru öfgaíslamistahreyfingar eða öfgahægrihreyfingar.
Norska lögreglan ákærði þrítuga norska konu, af pakistönskum uppruna, fyrir þátttöku í vígasamtökum en hún fékk að koma heim til Noregs í fyrra úr Al-Hol-búðunum í Sýrlandi af mannúðarástæðum.