Af hverju breytist tískan?

Af hverju breytist tískan?

„Klæðnaður og tíska er miðill og með honum miðlum við upplýsingum til samfélagsins um okkur sjálf. Klæðnaður okkar hefur áhrif á það hvernig aðrir sjá okkur, hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig sjálfmynd okkar mótast,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, í nýjum pistli á Smartlandi: 

Af hverju breytist tískan?

Linda Björg Árnadóttir hönnuður | 8. febrúar 2021

Linda Björg Árnadóttir hönnuður.
Linda Björg Árnadóttir hönnuður. Ljósmynd/Saga Sig

„Klæðnaður og tíska er miðill og með honum miðlum við upplýsingum til samfélagsins um okkur sjálf. Klæðnaður okkar hefur áhrif á það hvernig aðrir sjá okkur, hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig sjálfmynd okkar mótast,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, í nýjum pistli á Smartlandi: 

„Klæðnaður og tíska er miðill og með honum miðlum við upplýsingum til samfélagsins um okkur sjálf. Klæðnaður okkar hefur áhrif á það hvernig aðrir sjá okkur, hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig sjálfmynd okkar mótast,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, í nýjum pistli á Smartlandi: 

Það sem er miðlað með fatnaði og tísku er meðal annars aldur, kyn, félagsleg staða, kynhneigð, trú, menntun og hæfileikar til sköpunar.

Orðið „dress“ er notað meðal fræðinga sem rannsaka klæðnað og tísku og á við um allt útlit manneskjunnar, föt, hár, farða, tatto og fleira. „Dress“ er mjög áhrifamikil leið til þess að koma skilaboðum til annarra. Tungumálið „dress“ er yfirleitt notað áður en við byrjum að tala saman vegna þess að við sjáum oftast hvert annað áður en við skiptumst á orðum og er því „dress“ þá þegar búið að búa til hugmyndir í hugum fólks um hver við séum áður en samtal hefst.

Í landi þar sem ríkir frelsi og lýðræði verður tíska og tískumenning stanslaust fyrir áhrifum nýrrar tækni og breytinga á almennum hugmyndum um gildi og fagurfræði. Við notum líka tísku til þess að auka samkeppnishæfni okkar í lífi og starfi, til dæmis í samkeppni um störf og maka. Hið gamla víkur fyrir hinu nýju og þannig verður framþróun í samfélaginu.

Tískumenning er því mælikvarði sem sýnir hvort frelsi eða jafnrétti eru til staðar í samfélögum. En hvernig væri það ef tískan breyttist ekki? Þegar við skoðuðum gamlar myndir af ungum foreldrum okkar litu þeir nákvæmlega eins út og við í dag, í svipuðum fötum og með svipað hár? Við einfaldlega myndum ekki skilja tíma.

Þegar miklar breytingar verða í samfélögum og sameiginlegir sannleikar og gildi breytast á mjög skömmum tíma eins og gerðist til dæmis í frönsku og rússnesku byltingunum og menningarbyltingunni í Kína, gjörbreyttist fatnaður almennings algerlega á mjög stuttum tíma. Þarna hafði stéttakerfið að einhverju eða öllu leyti verið flatt út og allar forsendur samfélagsins voru breyttar.

Stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum klæðast eigin fötum sem sýna okkur hverjir þeir eru, en í einræðisríkjum klæðast stjórnmálamenn oftast einkennisbúninginum. Einkennisbúningar eru anti-tíska sem bjóða ekki upp á neitt samtal eins og annar fatnaður gerir. Hann er yfirlýsing um vald og stöðu.

Niðurstaðan hlýtur þá að vera góð tískumenning, gott samfélag!

mbl.is