Fimm fangar voru hengdir í Írak en þeir höfðu allir verið dæmdir fyrir hryðjuverk. Mennirnir voru allir teknir af lífi í Nasiriyah-fangelsinu í Dhi Qar-héraði en það er eina fangelsið þar sem aftökur fara fram í landinu.
Fimm fangar voru hengdir í Írak en þeir höfðu allir verið dæmdir fyrir hryðjuverk. Mennirnir voru allir teknir af lífi í Nasiriyah-fangelsinu í Dhi Qar-héraði en það er eina fangelsið þar sem aftökur fara fram í landinu.
Fimm fangar voru hengdir í Írak en þeir höfðu allir verið dæmdir fyrir hryðjuverk. Mennirnir voru allir teknir af lífi í Nasiriyah-fangelsinu í Dhi Qar-héraði en það er eina fangelsið þar sem aftökur fara fram í landinu.
Frá því að írösk yfirvöld lýstu yfir sigri í stríðinu við vígasamtökin Ríki íslams hafa hundruð Íraka verið dæmd til dauða fyrir aðild að samtökunum. Aðeins hluti þeirra hefur aftur á móti verið tekinn af lífi því forseti landsins, Barham Saleh, þarf að staðfesta dauðarefsinguna. Hann er aftur á móti þekktur fyrir að vera sjálfur á móti dauðarefsingum.
Í síðasta mánuði greindu yfirvöld í Írak frá því að þau hefðu heimild til að taka yfir 340 einstaklinga af lífi fyrir hryðjuverk. Heimildir AFP herma að heimildirnar séu flestar frá því áður en Saleh var kjörinn forseti landsins.