Grosjean í Indy Car

Formúla-1/Haas F1 | 10. febrúar 2021

Grosjean í Indy Car

Franski formúluökumaðurinn Romain Grosjean, sem horfðist í augu við dauðann í hryllilegu slysi í kappakstrinum í Barein undir lok vertíðarinnar 2020, er ekki af baki dottinn.

Grosjean í Indy Car

Formúla-1/Haas F1 | 10. febrúar 2021

Grosjean (2. frá visntri) sloppinn út úr eldhafinu í Barein.
Grosjean (2. frá visntri) sloppinn út úr eldhafinu í Barein. AFP

Franski formúluökumaðurinn Romain Grosjean, sem horfðist í augu við dauðann í hryllilegu slysi í kappakstrinum í Barein undir lok vertíðarinnar 2020, er ekki af baki dottinn.

Franski formúluökumaðurinn Romain Grosjean, sem horfðist í augu við dauðann í hryllilegu slysi í kappakstrinum í Barein undir lok vertíðarinnar 2020, er ekki af baki dottinn.

Hafur hann samið um að keppa í bandarísku systurkeppni formúlu-1, IndyCar-mótunum, í ár fyrir Dale Coyne liðið. Formúlulið hans, Haas, hafði í fyrrasumar ákveðið að skipta báðum ökumönnum sínum út.

Grosjean hlaut stór og mikil brunasár í slysinu í Barein en þar skall bíll hans á öryggisveggá 220 km/klst hraða. Segist hann ekki enn hafa jafnað sig til fulls af þeim. Hann keppti alls 179 sinnum í formúlu-1 á 10 keppnistíðum með Renault, Lotus og Haas. Hann náði aldrei að vinna mót en komst 10 sinnum á verðlaunapall.

Frumraun Grosjean í IndyCar mótunum verður í Alabama Grand Prix 18. apríl nk.

Romain Grosjean fer til keppni í IndyCar í Bandaríkjunum.
Romain Grosjean fer til keppni í IndyCar í Bandaríkjunum.
mbl.is