Spurði vitni fyrir réttarhöld „hvað gengi að þeim“

Jón Baldvin Hannibalsson | 10. febrúar 2021

Spurði vitni fyrir réttarhöld „hvað gengi að þeim“

Þrjár konur báru vitnisburð um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar við réttarhöld í máli hans gegn Aldísi Schram, dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu í dag. Önnur dóttir Jóns Baldvins, Kolfinna Baldvinsdóttir, viðurkenndi fyrir dómi að hafa talað við konurnar fyrir réttarhöldin og spurt þær „hvað gengi að þeim“.

Spurði vitni fyrir réttarhöld „hvað gengi að þeim“

Jón Baldvin Hannibalsson | 10. febrúar 2021

Kolfinna Baldvinsdóttir er systir Aldísar Schram og dóttir hjónanna Bryndísar …
Kolfinna Baldvinsdóttir er systir Aldísar Schram og dóttir hjónanna Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjár konur báru vitnisburð um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar við réttarhöld í máli hans gegn Aldísi Schram, dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu í dag. Önnur dóttir Jóns Baldvins, Kolfinna Baldvinsdóttir, viðurkenndi fyrir dómi að hafa talað við konurnar fyrir réttarhöldin og spurt þær „hvað gengi að þeim“.

Þrjár konur báru vitnisburð um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar við réttarhöld í máli hans gegn Aldísi Schram, dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu í dag. Önnur dóttir Jóns Baldvins, Kolfinna Baldvinsdóttir, viðurkenndi fyrir dómi að hafa talað við konurnar fyrir réttarhöldin og spurt þær „hvað gengi að þeim“.

Kolfinna sagði að ásakanir Aldísar um að faðir þeirra hefði knúið fram nauðungarvistun Aldísar á geðdeild, sem og ásakanir Aldísar um sifjaspell, væru „ranghugmyndir“.

Þá sagði Kolfinna að Aldís væri „djöfullinn í mannsmynd“ og að þær systur hefðu ekki talast við síðan árið 1998 þegar Kolfinna ákvað að hætta að eiga í samskiptum við systur sína. Spurð nánar út í hvað hún ætti við með ummælum sínum um að Aldís væri djöfullinn í mannsmynd spurði Kolfinna lögmann Aldísar hvort hann ætti ættingja sem þjáðust af geðhvörfum. 

Þegar lögmaður Aldísar spurði Kolfinnu hvort hún hefði sett sig í samband við þau vitni sem ætluðu að segja frá meintum brotum Jóns Baldvins jánkaði hún því, hún hefði sent skilaboð á vitnin daginn áður. Spurð hvort hún hefði haft í hótunum sagði Kolfinna:

„Ég spurði bara hvað gengur að ykkur, hvað viljið þið?“

Hildigunnur greindi frá meintri áreitni við tíu ára aldur

Öll vitnin sögðu það fásinnu að frásagnir þeirra af meintri kynferðislegri áreitni væru sprottnar frá Aldísi, eins og Jón Baldvin hefur sagt.

Vitnin sem um ræðir voru þær Margrét Schram, móðursystir Aldísar, Hildigunnur Hauksdóttir og Sigríður Hulda Richardsdóttir, vinkona Aldísar. 

Margrét sagði í samtali við Stundina í janúarmánuði 2019 að Jón Baldvin hefði kom­ið nak­inn upp í rúm til sín þeg­ar hún var í heim­sókn hjá hjón­un­um á mennta­skóla­aldri. Hildigunnur segir Jón Baldvin hafa áreitt sig kynferðislega þegar hún var 10 ára gömul. Sigríður sagði Jón Baldvin hafa káfað á sér í skólaferð þegar hún var 21 árs.

Allar konurnar voru á meðal þeirra sem sögðu sínar sögur í svokölluðum #metoo-facebookhópi þar sem sögum af meintum brotum Jóns Baldvins var deilt.

Hildigunnur sagði að Kolfinna hefði vissulega haft samband við sig í gærkvöldi, í kringum miðnætti. Kolfinna á þá að hafa sent Hildigunni skilaboðin „við sjáumst á morgun“ og svo spurt Hildigunni hvort kærastinn hennar kæmi með á réttarhöldin. Hildigunnur svaraði ekki skilaboðunum sem hún sagðist upplifa sem ógn.

mbl.is