Eiríkur og Jón höfðu betur fyrir Hæstarétti

Landsréttur | 11. febrúar 2021

Eiríkur og Jón höfðu betur fyrir Hæstarétti

Hæstiréttur dæmdi í dag í málum Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar sem báðir sóttu um embætti dómara við Landsrétt þegar dómurinn var stofnaður, en fengu ekki skipun þrátt fyrir að hafa verið taldir meðal 15 hæfustu umsækjendanna af hæfnisnefnd. Hæstiréttur féllst á skaðabótakröfu Jóns og skaðabótaskylda ríkisins í máli Eiríks staðfest.

Eiríkur og Jón höfðu betur fyrir Hæstarétti

Landsréttur | 11. febrúar 2021

Hæstiréttur dæmdi í dag í málum Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar sem báðir sóttu um embætti dómara við Landsrétt þegar dómurinn var stofnaður, en fengu ekki skipun þrátt fyrir að hafa verið taldir meðal 15 hæfustu umsækjendanna af hæfnisnefnd. Hæstiréttur féllst á skaðabótakröfu Jóns og skaðabótaskylda ríkisins í máli Eiríks staðfest.

Hæstiréttur dæmdi í dag í málum Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar sem báðir sóttu um embætti dómara við Landsrétt þegar dómurinn var stofnaður, en fengu ekki skipun þrátt fyrir að hafa verið taldir meðal 15 hæfustu umsækjendanna af hæfnisnefnd. Hæstiréttur féllst á skaðabótakröfu Jóns og skaðabótaskylda ríkisins í máli Eiríks staðfest.

Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða Jóni miskabætur og að greiða þeim báðum málskostnað. Jón og Eiríkur töldu báðir að þáverandi dómsmálaráðherra hafi brotið lög með því að líta fram hjá þeim við skipun dómara í embætti. Þeir hafa nú báðir verið skipaðir dómarar við Landsrétt.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli Jóns að ríkið skuli greiða honum 8,5 milljónir króna í skaðabætur auk einnar milljóna króna í miskabætur og 3,5 milljóna króna í málskostnað. 

Fastir dómarar við Hæstarétt viku sæti í málinu. 

Héraðsdómur dæmdi á sínum tíma íslenska ríkið til að greiða Jóni fjórar milljónir í skaðabætur og 1,1 milljón í miskabætur vegna málsins. Í héraði var skaðabótaskylda í máli Eiríks viðurkennd. Landsréttur sagði hins vegar ekki skaðabótaskyldu í málinu og felldi skaðabæturnar út í máli Jóns. Hins vegar voru miskabæturnar staðfestar. 

Jón og Eiríkur voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt þegar dómurinn var stofnaður og á meðal þeirra 15 sem dómnefnd samkvæmt lögum um dómstóla mat hæfasta til starfans. Þegar dómsmálaráðherra, sem var þá Sigríður Andersen, gerði tillögu til Alþingis um þá 15 sem skipa skyldi dómara við Landsrétt, vék ráðherrann frá niðurstöðum dómnefndar varðandi fjóra umsækjendur sem nefndin hafði metið hæfasta og voru Jón og Eiríkur meðal þeirra. 

Hæstiréttur taldi að þegar metið væri hvort háttsemi dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar landsréttardómaranna 15 hafi verið ólögmæt og saknæm bæri fyrst að líta til þess að rétturinn hefði áður slegið því föstu að þeir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð ráðherrans að skaðabótaskyldu varðaði úr hendi íslenska ríkisins. Þótti ekkert koma fram í málinu sem fékk þeirri ályktun hnekkt. 

Bæturnar nema launamismun 

Þá var í máli Jóns litið til þess að eftir að dómsmálaráðherra hafði ákveðið í tillögu sinni til Alþingis að víkja frá áliti dómnefndarinnar á grundvelli annarra sjónarmiða en þeirra sem nefndin hafði áður reist álit sitt á, hafi ráðherranum borið á grundvelli stjórnsýslulaga að gefa Jóni kost á að koma á framfæri athugasemdum, áður en ráðherrann réð ákvörðun sinni til lykta. Það hafi ekki verið gert og var þannig brotið gegn andmælarétti Jóns. 

Í dóminum segir að það sé óskráð meginregla íslensks réttar að stjórnvaldi sem skipar í opinbert starf eða embætti beri hverju sinni að velja hæfasta umsækjandann og er reglan lögfest hvað dómara varðar. 

Hæstiréttur taldi að Jón hafði leitt að því nægar líkur að forsvaranlegt mat ráðherra á umsókn hans og samanburður á hæfni hans og annarra umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt hefði leitt til þess að hann hefði verið skipaður dómari umrætt sinn. Taldi rétturinn að Jón ætti rétt á skaðabótum sem næmu mismun á launum hans sem héraðsdómara og síðar dómstjóra og launum sem hann hefði haft sem landsréttardómari. Vegna óvissu er varðaði lífeyrisréttindi voru bætur fyrir þau metnar að álitum. 

mbl.is