Jón Baldvin „er ekki einhver maður úti í bæ“

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. febrúar 2021

Jón Baldvin „er ekki einhver maður úti í bæ“

Lögmaður Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, sagði við réttarhöld í dag að aðstöðumunur Aldísar og Jóns Baldvins sé og hafi verið mikill. Hann hafi haft greiðan aðgang að fjölmiðlum til þess að koma fram ásökunum á hendur Aldísi og hann sé opinber persóna. Þá sagði lögmaðurinn að Jón Baldvin væri líklega sá Íslendingur sem hefði verið sakaður um flest kynferðisbrot.

Jón Baldvin „er ekki einhver maður úti í bæ“

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. febrúar 2021

Gunnar Ingi Jóhannsson sagðist telja að málið væri hvorki meira …
Gunnar Ingi Jóhannsson sagðist telja að málið væri hvorki meira né minna en prófsteinn á lýðræðið. „Vegna þess að tjáningarfrelsið er einn hornsteinn lýðræðis.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögmaður Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, sagði við réttarhöld í dag að aðstöðumunur Aldísar og Jóns Baldvins sé og hafi verið mikill. Hann hafi haft greiðan aðgang að fjölmiðlum til þess að koma fram ásökunum á hendur Aldísi og hann sé opinber persóna. Þá sagði lögmaðurinn að Jón Baldvin væri líklega sá Íslendingur sem hefði verið sakaður um flest kynferðisbrot.

Lögmaður Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, sagði við réttarhöld í dag að aðstöðumunur Aldísar og Jóns Baldvins sé og hafi verið mikill. Hann hafi haft greiðan aðgang að fjölmiðlum til þess að koma fram ásökunum á hendur Aldísi og hann sé opinber persóna. Þá sagði lögmaðurinn að Jón Baldvin væri líklega sá Íslendingur sem hefði verið sakaður um flest kynferðisbrot.

Lögmaðurinn, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að Jón Baldvin væri með máli gegn dóttur sinni að leita syndaaflausnar fyrir kynferðisbrot sem hann hefur verið sakaður um. Gunnar Ingi benti á að mikill fjöldi kvenna hefði stigið fram og sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni og ofbeldi, til að mynda á sérstakri #Me Too síðu sem var sérstaklega ætluð sögum af meintum brotum Jóns Baldvins.

Jón Baldvin stefndi Aldísi og Sigmari Guðmundssyni fréttamanni á RÚV fyrir ummæli sem flest voru látin falla í Morgunútvarpi rásar tvö og varða meinta aðkomu Jóns Baldvins að meintri ólögmætri frelsissviptingu Aldísar, meint kynferðisbrot og meint sifjaspell.

Prófsteinn á lýðræðið

Gunnar sagðist telja að málið væri hvorki meira né minna en prófsteinn á lýðræðið. „Vegna þess að tjáningarfrelsið er einn hornsteinn lýðræðis,“ sagði Gunnar Ingi.

Hann sagði að niðurstaða dómara um málið myndi leiða í ljós hvort mál manns sem hefur verið sakaður af tugum kvenna um kynferðisbrot væri æðra tjáningarfrelsi kvennanna.

Gunnar Ingi sagði í málflutningi sínum í dag að málsatvik væru ekki einungis bundin við viðtalið, sem var birt í janúar árið 2019. „Atvikin að baki þessu máli spanna áratugi.“

Gunnar Ingi benti á að Jón Baldvin væri opinber persóna. „Stefnandi þessa máls er ekki einhver maður úti í bæ,“ sagði Gunnar Ingi og hélt áfram:  „Hann er ekki maður úti í bæ sem kveikti á útvarpinu einn góðan veðurdag og það var allt í einu verið að tala um hann.“

„Vafasamur heiður“

Gunnar Ingi sagði að Jón Baldvin nyti „þess vafa sama heiðurs“ að halda Íslandsmeti í fjölda ásakana um kynferðisbrot. Ásakanirnar væru ekki nýjar og hafi lengi verið í umræðunni. Aldís hafi fyrst hermt þær ásakanir upp á hann árið 1992 og verið nauðungarvistuð á mánuð á geðdeild í kjölfarið. Jón Baldvin var þá sendiherra.

Gunnar Ingi benti á að Jón Baldvin hafi haldið því fram að allar ásakanir í hans garð megi skýra með meintum geðrænum vandamálum Aldísar. Þá hafi Jón Baldvin haldið því fram að einkenni gehvarfasýki séu kynlífsórar og furðusögur um kynlíf.

„Auðvitað hlustar enginn á þetta í dag sem vitrænar skýringar,“ sagði Gunnar Ingi.

Hnakki Jóns Baldvins Hannibalssonar ásamt Gunnari Inga og Aldísi.
Hnakki Jóns Baldvins Hannibalssonar ásamt Gunnari Inga og Aldísi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erfitt að koma sögum um þjóðþekktar persónur á framfæri

Hann fór í máli sínu yfir þau tímamót sem urðu á heimsvísu þegar #Me Too byltingin gekk í garð. Hún ferði þolendum kynferðisbrota kleyft að segja frá sinni reynslu.

„Það er mjög erfitt fyrir brotaþola, sérstaklega þegar gerandi er þjóðþekkt persóna, að koma á framfæri frásögnum eins og þessum því aðstöðumunurinn er svo mikill,“ sagði Gunnar Ingi.

Eftir viðtalið í Morgunútvarpi Rásar tvö fékk Jón Baldvin tækifæri til að veita viðbrögð í hálftímalöngum Silfur Egils þætti á RÚV. Það sagði Gunnar Ingi að hefði verið mun betri vettvangur en Morgunútvarp Rásar tvö, þátturinn hafi að auki fengið mikið áhorf. Í þættinum hafi Jón Baldvin komið því á framfæri að Aldís hafi spunnið upp ásakanir á hendur honum og að fámennur hópur öfgafemínista stæðu á bak við þær. „Þetta eru allt kafkaískar skýringar,“ sagði Gunnar Ingi.

Aldís Schram ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni.
Aldís Schram ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynferðislegt bréf til ungrar frænku liggur fyrir

Um meinta ólögmæta frelsissviptingu Aldísar sagði Gunnar Ingi staðreynd að Jón Baldvin hefði notað bréfsefni sendiráðs Íslands í Bandaríkjunum og sendiherratitilinn þegar hann staðfesti beiðnir um nauðungarvistun hennar. Því væru ummæli Aldísar um það að faðir hennar hafi notað stöðu sína sem sendiherra til þess að fá hana nauðungarvistaða ekki meiðandi.

Gunnar Ingi réttlætti ummæli Aldísar fyrir dómi og benti t.a.m. á að það lægi fyrir að Jón Baldvin hefði skrifað kynferðislegt bréf til Guðrúnar Harðardóttur frænku eiginkonu sinnar þegar hún var á barnsaldri. Í því samhengi spurði Gunnar Ingi hvort slíkt bréf flokkaðist ekki undir barnagirnd. Jón Baldvin hefur beðist afsökunar á umræddu bréfinu.

Þá sagði Gunnar Ingi að Aldís hafi átt við „varðhunda“ Jóns Baldvins með orðum sínum um barnaníðingabandalag. Þ.e. þar hafi hún átt við þá menn sem hafi varið föður hennar eftir ásakanir á hendur honum. Það að þeir hafi réttlætt meinta háttsemi misbauð henni verulega.

Jón Baldvin krefst þess að ummæli Aldísar og Sigmars verði dauð og ómerk. Aldís krefst sýknu og þess að Jón Baldvin greiði málskostnað hennar.

mbl.is