Lögmenn tókust á um mál Jóns Baldvins

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. febrúar 2021

Lögmenn tókust á um mál Jóns Baldvins

Aðalmeðferð í máli Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar gegn fjöl­miðlamann­in­um Sig­mari Guðmunds­syni, Rík­is­út­varp­inu og Al­dísi Schram, dóttur Jóns, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag en í dag fór fram munnlegur málflutningur lögmanna Aldísar og Sigmars.

Lögmenn tókust á um mál Jóns Baldvins

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. febrúar 2021

Jón Baldvin Hannibalsson höfðaði mál á hendur Aldísi og Sigmari …
Jón Baldvin Hannibalsson höfðaði mál á hendur Aldísi og Sigmari en RÚV sinnir réttargæslu fyrir Sigmar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar gegn fjöl­miðlamann­in­um Sig­mari Guðmunds­syni, Rík­is­út­varp­inu og Al­dísi Schram, dóttur Jóns, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag en í dag fór fram munnlegur málflutningur lögmanna Aldísar og Sigmars.

Aðalmeðferð í máli Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar gegn fjöl­miðlamann­in­um Sig­mari Guðmunds­syni, Rík­is­út­varp­inu og Al­dísi Schram, dóttur Jóns, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag en í dag fór fram munnlegur málflutningur lögmanna Aldísar og Sigmars.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, sagði á réttarhöldunum að öll ummælin sem Jón Baldvin hefur stefnt Aldísi og Sigmari fyrir hafi falið í sér ásakanir um lögbrot. Þá sagði Vilhjálmur ljóst að Sigmar bæri ábyrgð á þeim ummælum sem hann „samdi og las í eigin nafni“. 

Lögmaður Sigmars, Stefán A Svensson, mótmælti þessu og sagði ljóst að Sigmar hefði vitnað í ummæli Aldísar þegar hann flutti fréttir af málinu og væri því ekki brotlegur. Það væri ekki rétt að Sigmar fullyrti í eigin persónu að Jón Baldvin hefði gerst sekur um sifjaspell, hann hefði einfaldlega vitnað í ummæli Aldísar um málið.

Aldís Schram gengur inn í réttarsal.
Aldís Schram gengur inn í réttarsal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fela í sér refsiverða háttsemi

Ummæli Sigmars og Aldísar má, að sögn Vilhjálms, flokka í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eiga ummælin við um meinta ólögmæta frelsissvipting Aldísar sem hún hefur sagt föður sinn hafa knúið fram, í öðru lagi snerta þau meint barnaníð og barnagirnd stefnanda og í þriðja lagi varða ummælin sifjaspell sem Aldís hefur sakað föður sinn um að hafa framið gagnvart henni. 

Vilhjálmur sagði ljóst að öll ummælin fælu í sér ásökun um refsiverða háttsemi. Það væri á ábyrgð Aldísar og Sigmars að haga ummælum sínum með þeim hætti að í þeim fælust gildisdómar en ekki staðhæfingar um staðreyndir.

„Öll þessi ummæli fela í sér ásökun um refsiverða háttsemi,“ sagði Vilhjálmur. Þá sagði hann að almennt væri gengið út frá því í dómaframkvæmd Hæstaréttar og með staðfestingu Mannréttindadómstóls Evrópu að staðhæfingar um staðreyndir sem ekki hefur verið sýnt fram á að eigi í sér stoð í raunveruleikanum séu ærumeiðandi aðdróttanir.

Sigmar Guðmundsson fréttamaður á réttarhöldum miðvikudagsins.
Sigmar Guðmundsson fréttamaður á réttarhöldum miðvikudagsins. mbl.s/Kristinn Magnússon

Hringdi, sendi sms og tölvupóst

Vilhjálmur sagði að Sigmar hefði óskað eftir viðbrögðum frá Jóni Baldvini „korteri áður“ en viðtalið var birt og það ætti að mega búast við meiru af Sigmari, reyndum fréttamanni, og Ríkisútvarpinu. 

Þetta sagði Stefán augljóslega ekki rétt, enda liggur fyrir að Sigmar hringdi í Jón Baldvin, sendi honum smáskilaboð og konu hans tölvupóst daginn áður en viðtalið var birt. 

„Þetta er ekki sett fram í neinu tómarúmi,“ sagði Stefán um viðtal Sigmars við Aldísi og vísaði í að umræða hefði farið fram á Facebook um meint kynferðisbrot Jóns Baldvins. Þá benti Stefán á að Jón Baldvin væri opinber persóna.

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, flytur sitt mál innan skamms.

Um­mæli sem Jón Bald­vin fer fram á að dæmd verði dauð og ómerk eru eft­ir­far­andi:

Morg­unút­varp, Rás 2, 17. janú­ar 2019, um­mæli viðhöfð af Al­dísi:

  1. ... hann fær mig und­ir fölsku yf­ir­skini að heim­sækja afa minn ... mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólög­lega.
  2.  ... já. Fimm sinn­um á næstu 10 árum kast­ast í kekki milli mín og Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar og því lyktaði ávalt með því að [sic] sigaði á mig lög­reglu sem hand­tók mig, hann er nátt­úru­lega ut­an­rík­is­ráðherra ...
  3. Hann gat bara þaðan í frá, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og síðar sendi­herra, virðist vera að hringja bara í lög­reglu og þá var ég þar með hand­tek­in, um­svifa­laust í járn­um, farið með mig upp á geðdeild ...
  4. ... hann er þá líka að mis­nota lít­il börn.
  5. ... ég neita að skilja þau eft­ir í um­sjón karls sem káf­ar á litl­um stúlku­börn­um.
  6.  Og sem sagt 10 mín­út­um eft­ir að ég kæri Jón Bald­vin þá hring­ir dyra­bjall­an. Þar rudd­ust þarna inn tveir lög­reglu­menn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dótt­ir mín 5 ára göm­ul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf.
  7. ... það er faðir minn sem stend­ur fyr­ir því að hér eigi að loka mig inni.
  8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn.
  9. ... nauðung­ar­vist­un án dóms og laga er þá ólög­mæt frels­is­svipt­ing ...

Face­book, 5. fe­brú­ar 2019, höf­und­ur Al­dís:

  1. ... og sigra hann og hans barn­aníðinga­banda­lag.

Rás 2, 17. janú­ar 2019, höf­und­ur og flytj­andi Sig­mar (Al­dís til vara):

  1. ... að Jón Bald­vin hafi notað aðstöðu sína sem sendi­herra til að láta nauðung­ar­vista hana á geðdeild.
  2. Sá fund­ur Al­dís­ar og Jóns Bald­vins seg­ir hún hafa reynst sér ör­laga­rík­ur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðung­ar­vistuð á geðdeild.
  3. ... að Jón Bald­vin hafi sett sig í sam­band við fé­lags­mála­yf­ir­völd og geðdeild með það fyr­ir aug­um að fá hana nauðung­ar­vistaða í enn eitt skiptið.
  4. Þar seg­ir hún einnig að Jón Bald­vin hafi framið sifja­spell þegar hún var full­orðin kona.
mbl.is