Réttilega ætti orðið að stela í fyrirsögninni að vera í gæsalöppum enda hér á ferðinni æðsta viðurkenning sem veitingastaður getur fengið. Sjálfur Læknirinn í eldhúsinu var svo heillaður af lamba-chermoula-réttinum sem hann pantaði á Fjallkonunni að hann lagðist yfir bækur til að gera sína eigin uppskrift sem líktist sem mest réttinum á Fjallkonunni.
Réttilega ætti orðið að stela í fyrirsögninni að vera í gæsalöppum enda hér á ferðinni æðsta viðurkenning sem veitingastaður getur fengið. Sjálfur Læknirinn í eldhúsinu var svo heillaður af lamba-chermoula-réttinum sem hann pantaði á Fjallkonunni að hann lagðist yfir bækur til að gera sína eigin uppskrift sem líktist sem mest réttinum á Fjallkonunni.
Réttilega ætti orðið að stela í fyrirsögninni að vera í gæsalöppum enda hér á ferðinni æðsta viðurkenning sem veitingastaður getur fengið. Sjálfur Læknirinn í eldhúsinu var svo heillaður af lamba-chermoula-réttinum sem hann pantaði á Fjallkonunni að hann lagðist yfir bækur til að gera sína eigin uppskrift sem líktist sem mest réttinum á Fjallkonunni.
Sjálfur grínast Ragnar með að þetta sé snarstolin uppskrift en hvaða uppskrift er það ekki!
„Fyrir tveimur vikum skrapp ég í hádegisverð á Fjallkonuna niðri í miðbæ. Átti góðan fund með tveimur kollegum þar sem við fórum yfir verkefni komandi missera. Pantaði rétt, lamba-chermoula, með öllu tilheyrandi og varð alveg orðlaus. Hann var algert sælgæti. Svo góður, að ég setti um leið mynd upp í samfélagsmiðlaskýið, mér til áminningar að reyna við mína eigin útgáfu síðar. Og liðna helgi gerði ég mína eigin uppskrift.
Matseðillinn á Fjallkonunni var auðvitað til hliðsjónar en auðvitað þurfti ég að skoða ólíkar uppskriftir af chermoula, sem er kryddmauk eða marínering frá Norður-Afríku og kemur víða fyrir í uppskriftum frá Túnis, Alsír, Marokkó og Líbíu. Mín uppskrift er samsuða úr nokkrum ólíkum áttum.
Þessi uppskrift inniheldur þó nokkurn fjölda hráefna – sem eru elduð hvert í sínu lagi – og engin þeirra eru sérstaklega flókin. Þetta var góður sunnudagur í eldhúsinu.“
Stolið sælgæti – Lamba-chermoula með poppuðum kjúklingabaunum, grilluðum kúrbít, furuhnetum, granatepli og hvítlaukskremi
Fyrir sex
Hitaði olíu í pönnu og brúnaði kjötið að utan. Lét það síðan í eldfast mót ásamt flysjuðum regnbogagulrótum og setti í 150 gráða forhitaðan ofn. Stakk hitamæli í kjötið og lét það fara í 54-56 gráður í kjarnhita.
Hvítlaukskrem
Aðferð:
Chermoula-kryddmauk
Aðferð: