Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, fái ekki þær 85 milljónir króna í bætur frá ríkinu, sem hann krafðist með stefnu á síðasta ári.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, fái ekki þær 85 milljónir króna í bætur frá ríkinu, sem hann krafðist með stefnu á síðasta ári.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, fái ekki þær 85 milljónir króna í bætur frá ríkinu, sem hann krafðist með stefnu á síðasta ári.
Tryggvi Rúnar Leifsson var sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og byggir stefna Arnars Þórs á að hann hafi orðið fyrir tjóni þegar blóðfaðir hans var frelsissviptur í tengslum við sakamálið á 8. áratug síðustu aldar.
Arnar Þór var ættleiddur til annarrar fjölskyldu árið 1985, þá tólf ára gamall. Fram kom í máli hans fyrir rétti að hann hefði ætíð haldið sambandi við föður sinn þrátt fyrir þá ráðstöfun.
Stefnu hans var beint gegn Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem vísaði henni til ríkislögmanns.
Dómurinn taldi bótaskyldu ekki taka til Arnars Þórs, sem var með öllu ótengdur dánarbúi Tryggva Rúnars er hann lést. Ríkislögmaður taldi lagaheimild skorta til greiðslu miskabóta til Arnars og féllst dómurinn á röksemdir þar að lútandi.
Trúlega höfðaði Arnar Þór mál á grundvelli þess að öðrum eftirlifandi ættingjum sakborninga í málinu hafa verið dæmdar bætur. Héraðsdómur mat það ekki svo að þar væri komið fordæmi fyrir bætur til Arnars, enda málið ekki nægilega hliðstætt.