Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen á dómurum í Landsrétt árið 2017 hefur hingað til numið tæpri 141 milljón króna.
Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen á dómurum í Landsrétt árið 2017 hefur hingað til numið tæpri 141 milljón króna.
Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen á dómurum í Landsrétt árið 2017 hefur hingað til numið tæpri 141 milljón króna.
Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingflokksformanns Samfylkingarinnar.
Kostnaður vegna greiðslna til fjögurra settra dómara í stað þeirra, sem þurftu að víkja frá störfum vegna þess að vafi lék á um lögmæti skipunar þeirra, hefur vegið þyngst og nemur um 73 milljónum króna.
Sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu hefur kostað 36 milljónir.
Dæmdur málskostnaður vegna mála sem hafa ekki fallið ríkinu í hag fyrir íslenskum dómstólum hefur verið upp á meira en tíu milljónir króna hingað til.
Fyrirspurn Helgu Völu er í ellefu liðum en af svari Áslaugar er að dæma að enn eigi viss kostnaður eftir að falla til, svo sem vegna starfa hæfnisnefndar, auglýsinga og annars kostnaðar.