„Við vorum ekki efnað fólk“

Með Loga | 23. febrúar 2021

„Við vorum ekki efnað fólk“

Logi Bergmann Eiðsson fer með Siggu Beinteins í litla ævintýraferð í nýjasta þættinum af Með Loga, til að finna staðinn þar sem æskuheimili hennar stóð. Þau þvælast um Elliðaárdalinn þar sem faðir hennar byggði fjölskyldunni hús á sjöunda áratug síðustu aldar. Húsið stendur ekki lengur þar en Sigga á fallegar minningar úr sveitinni sinni í borginni.

„Við vorum ekki efnað fólk“

Með Loga | 23. febrúar 2021

Logi Bergmann Eiðsson fer með Siggu Beinteins í litla ævintýraferð í nýjasta þættinum af Með Loga, til að finna staðinn þar sem æskuheimili hennar stóð. Þau þvælast um Elliðaárdalinn þar sem faðir hennar byggði fjölskyldunni hús á sjöunda áratug síðustu aldar. Húsið stendur ekki lengur þar en Sigga á fallegar minningar úr sveitinni sinni í borginni.

Logi Bergmann Eiðsson fer með Siggu Beinteins í litla ævintýraferð í nýjasta þættinum af Með Loga, til að finna staðinn þar sem æskuheimili hennar stóð. Þau þvælast um Elliðaárdalinn þar sem faðir hennar byggði fjölskyldunni hús á sjöunda áratug síðustu aldar. Húsið stendur ekki lengur þar en Sigga á fallegar minningar úr sveitinni sinni í borginni.

Þegar Logi spyr Siggu hvort þau hafi verið fátæk segir hún að það hafi verið nálægt því. 

„Já, við vorum ekki efnað fólk. Pabbi vann dag og nótt til að halda þessari fjölskyldu á floti og byggði húsið alveg sjálfur,“ segir hún. 

Þættirnir Með Loga eru framleiddir af Skot Productions og koma alla fimmtudaga inn í Sjónvarp Símans Premium en eru einnig í opinni dagskrá kl. 20:00 þá sömu daga.

mbl.is