Sýrlendingur sem starfaði fyrir leyniþjónustu landsins var í dag dæmdur samsekur um glæpi gegn mannkyninu í Þýskalandi. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í heiminum vegna pyntinga á vegum hins opinbera undir stjórn ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Sýrlendingur sem starfaði fyrir leyniþjónustu landsins var í dag dæmdur samsekur um glæpi gegn mannkyninu í Þýskalandi. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í heiminum vegna pyntinga á vegum hins opinbera undir stjórn ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Sýrlendingur sem starfaði fyrir leyniþjónustu landsins var í dag dæmdur samsekur um glæpi gegn mannkyninu í Þýskalandi. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í heiminum vegna pyntinga á vegum hins opinbera undir stjórn ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Eyad al-Gharib, sem er 44 ára, var fundinn sekur um aðild að handtökum mótmælenda og fangelsun þeirra í Damaskus haustið 2011.
Að sögn Anne Kerber dómara var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu með pyntingum og frelsissviptingu. Gharib huldi andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun.
Tæp 10 ár eru síðan arabíska vorið náði til Sýrlands 15. mars 2011. Dómurinn er hins vegar sá fyrsti í tengslum við hrottalegt ofbeldi í garð mótmælenda af hálfu stjórnvalda í Sýrlandi.
Gharib var lágt settur innan leyniþjónustu Sýrlands en hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að handataka 30 mótmælendur hið minnsta og flytja þá í Al-Khatib-fangelsið í Damskus eftir mótmæli í borginni Duma. Réttarhöldin hófust 23. apríl í héraðsdómi í Koblenz en auk Gharib er Anwar Raslan, 58 ára, einnig ákærður. Málin voru aðskilin þar sem Raslan er ákærður fyrir beina aðild að glæpum gegn mannkyninu með því að hafa stýrt drápi á 58 einstaklingum auk þess sem fjögur þúsund aðrir voru pyntaðir. Talið er að því dómsmáli ljúki ekki fyrr en í október.
Fleiri slík mál eru í farvatninu í Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð. Eini möguleiki Sýrlendinga til að leita réttar síns varðandi ofbeldið sem þeir urðu fyrir í heimalandinu er að gera það í Evrópu þar sem þeir hafa fengið hæli.
Saksóknari í Koblenz fór fram á að Gharib yrði dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi. Gharib lagði af stað á flótta árið 2012 og yfirgaf Sýrland í febrúar 2013. Eftir að hafa dvalið um tíma í Tyrklandi og síðan Grikklandi kom hann til Þýskalands 25. apríl 2018. Hann hefur aldrei afneitað fortíð sinni og sagði þýskum yfirvöldum frá brotum sínum er hann sótti um hæli í Þýskalandi. Hann var síðan handtekinn í febrúar 2019.
Gharib skrifaði bréf við réttarhöldin sem lesið var upphátt af lögmanni hans þar sem hann lýsti harmi yfir því sem fórnarlömb hans þurftu að ganga í gegnum. Þegr lögmaður hans fór fram á að Gharib yrði sýknaður vegna þess að að hann og fjölskylda hans hefðu verið drepin ef Gharib hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu fór hann að gráta.
Saksóknari segir að Gharib hefði átt að veita meiri upplýsingar en hann gerði við réttarhöldin. Því fólk eins og hann geti veitt mikilvægar upplýsingar um framferði sýrlenskra yfirvalda. Því það séu þau sem spjótin beinast að.
Á annan tug Sýrlendinga báru vitni við réttarhöldin og lýstu þau ofbeldinu sem þeir urðu fyrir í Al-Khatib-fangelsinu, sem einnig gengur undir heitinu „Álma 251“.
Einhver vitnanna komu fram nafnlaust fram og með andlitið hulið vegna ótta við refsiaðgerðir á hendur ættingjum þeirra sem enn eru í Sýrlandi.
Við réttarhöldin voru í fyrsta skipti sýndar myndir úr Sesar-skjölunum fyrir rétti. Um er að ræða 50 þúsund myndir sem sýrlenskur hermaður tók af líkum 6.786 Sýrlendingum sem höfðu verið sveltir eða pyntaðir til dauða í fangelsum sýrlenskra yfirvalda.