Mjaðmir Rúriks trylla Þjóðverja

Rúrik Gíslason | 27. febrúar 2021

Mjaðmir Rúriks trylla Þjóðverja

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var leynigestur í opnunarþætti nýrrar seríu af sjónvarpsþáttunum Let's Dance í Þýskalandi á föstudag. Óhætt er að segja að Rúrik hafi slegið í gegn, en þýska blaðið Bild, mest selda dagblað Evrópu, gerir danshæfileikum hans góð skil í dag og segir óhætt að fullyrða að Rúrik hafi látið hjarta áhorfenda slá hraðar.

Mjaðmir Rúriks trylla Þjóðverja

Rúrik Gíslason | 27. febrúar 2021

Rúrik Gíslason lagði takkaskóna á hilluna í nóvember. Hann hefur …
Rúrik Gíslason lagði takkaskóna á hilluna í nóvember. Hann hefur nú dregið fram dansskóna við rífandi undirtektir.

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var leynigestur í opnunarþætti nýrrar seríu af sjónvarpsþáttunum Let's Dance í Þýskalandi á föstudag. Óhætt er að segja að Rúrik hafi slegið í gegn, en þýska blaðið Bild, mest selda dagblað Evrópu, gerir danshæfileikum hans góð skil í dag og segir óhætt að fullyrða að Rúrik hafi látið hjarta áhorfenda slá hraðar.

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var leynigestur í opnunarþætti nýrrar seríu af sjónvarpsþáttunum Let's Dance í Þýskalandi á föstudag. Óhætt er að segja að Rúrik hafi slegið í gegn, en þýska blaðið Bild, mest selda dagblað Evrópu, gerir danshæfileikum hans góð skil í dag og segir óhætt að fullyrða að Rúrik hafi látið hjarta áhorfenda slá hraðar.

Rúrik dansaði þar við leikkonuna Valentinu Pahde og söngkonuna Ilse DeLange, sem báðar eru frægar í heimalandinu. Rúrik þekkir vel til í Þýskalandi því hann bjó þar frá 2015-2020 og spilaði með FC Nürnberg og síðar SV Sandhausen. „Ég efast samt um að nokkur þekki mig,“ sagði Rúrik við þáttastjórnendur áður en hann steig á svið.

Dans Rúriks féll vel í kramið bæði hjá dómurum og áhorfendum. „Fótboltamenn eru oft með stífa vöðva en við sáum ekkert af því hér. Við sáum mjög flottar mjaðmahreyfingar. Vel gert,“ sagði Motsi Mabusa, einn dómaranna, og annar bætti við: „Ég sá þig þarna og hugsaði: 20 stig!“

Svo fór að lokum að áhorfendur kusu Rúrik sem sérstakt „Wild Card“ eins og þeir kalla það, en það þýðir að Rúrik hefur ekki sagt sitt síðasta í þáttunum. Næsti dansfélagi hans, hin rússneska Renata Lusin, gat ekki leynt gleðinni og öskraði upp yfir sig þegar hún var dregin upp úr hattinum sem næsti dansfélagi Rúriks.

Rúrik hefur ekki setið auðum höndum eftir að hann lagði takkaskóna á hilluna í fyrra, enda margt til lista lagt. Hann hefur gefið út tónlist, starfað sem módel og nú nýlega var tilkynnt að hann muni leiða umfjöllun Viaplay á Íslandi um boltann á næsta tímabili. Ekki amalegt fyrir mann sem hefur áður sagt að hann horfi ekki á fótbolta.

mbl.is