Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanlegar upplýsingar um að að minnsta kosti 18 manns hafi verið drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Mjanmar í dag.
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanlegar upplýsingar um að að minnsta kosti 18 manns hafi verið drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Mjanmar í dag.
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanlegar upplýsingar um að að minnsta kosti 18 manns hafi verið drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Mjanmar í dag.
Sameinuðu þjóðirnar fordæma ofbeldið harðlega.
Dagurinn í dag er sá mannskæðasti síðan mótmælin hófust í kjölfar valdaráns mjanmarska hersins 1. febrúar.
Lögreglan skaut skotvopnum og táragasi til að halda aftur af mótmælendum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ringulreiðina sem skapaðist þegar mótmælendur lögðu á flótta.