Aung San Suu Kyi kom fyrir dómara

Valdarán í Mjanmar | 1. mars 2021

Aung San Suu Kyi kom fyrir dómara

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, hefur sést í fyrsta sinn eftir valdarán mjanmarska hersins sem var framið fyrsta febrúar. Suu Kyi kom fyrir dómara í gegnum fjarfundabúnað á mánudag. 

Aung San Suu Kyi kom fyrir dómara

Valdarán í Mjanmar | 1. mars 2021

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, hefur sést í fyrsta sinn eftir valdarán mjanmarska hersins sem var framið fyrsta febrúar. Suu Kyi kom fyrir dómara í gegnum fjarfundabúnað á mánudag. 

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, hefur sést í fyrsta sinn eftir valdarán mjanmarska hersins sem var framið fyrsta febrúar. Suu Kyi kom fyrir dómara í gegnum fjarfundabúnað á mánudag. 

Samkvæmt lögfræðingum Suu Kyi virtist hún vera við góða heilsu. Hún var handtekin 1. febrúar þegar valdaránið var framið, en tvær nýjar ákærur gegn henni voru kynntar henni í dag. 

Áfram hefur valdaráninu verið mótmælt í dag, en 18 létust í mótmælunum á sunnudag. 

Mótmælendur krefjast þess að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn landsins, undir forsæti Suu Kyi, verði látin laus úr haldi og taki við stjórnartaumunum að nýju.

Gæti misst framboðsréttinn

Herforingjastjórnin segist hafa tekið völdin vegna meints kosningasvindls í almennum kosningum í landinu sem fram fóru í nóvember, en flokkur Suu Kyi bar þar nauman sigur úr býtum. 

Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, hafði ekki sést opinberlega frá valdaráninu, en ekki liggur fyrir hvar hún er í haldi. 

Suu Kyi var upphaflega ákærð fyrir að annars vegar flytja inn talstöðvar á ólöglegan hátt og hins vegar fyrir brot gegn náttúruhamfaralöggjöf landsins. Í dag var tilkynnt um tvær ákærur til viðbótar, annars vegar er hún sökuð um að hafa notað ólöglegan samskiptabúnað og hins vegar að valda ótta meðal almennings. Refsing vegna upphaflegu ákæranna er allt að þriggja ára fangelsi. Ekki liggur fyrir hvaða refsing er við hinum ákærunum, en BBC greinir frá því að Suu Kyi gæti mögulega misst framboðsrétt sinn til frambúðar verði hún sakfelld.

Aung San Suu Kyi hafði ekki síst síðan 1. febrúar.
Aung San Suu Kyi hafði ekki síst síðan 1. febrúar. AFP
mbl.is