Grjónagrauturinn sem bragðast eins og sælgæti – ketó

Uppskriftir | 1. mars 2021

Ketógrjónagrauturinn sem bragðast eins og sælgæti

Það verður að viðurkennast að þessi grjónagrautur er með þeim girnilegri sem sést hafa og ekki spillir fyrir að hann inniheldur afar lítið af kolvetnum.

Ketógrjónagrauturinn sem bragðast eins og sælgæti

Uppskriftir | 1. mars 2021

Ljósmynd/Hanna Þóra

Það verður að viðurkennast að þessi grjónagrautur er með þeim girnilegri sem sést hafa og ekki spillir fyrir að hann inniheldur afar lítið af kolvetnum.

Það verður að viðurkennast að þessi grjónagrautur er með þeim girnilegri sem sést hafa og ekki spillir fyrir að hann inniheldur afar lítið af kolvetnum.

Það er Hanna Þóra sem á heiðurinn af uppskriftinni en hún er flinkari en flestir í ketófræðum og því getum við gulltryggt þessa uppskrift. Að auki tekur mjög stutta stund að búa grautinn til sem er alltaf bónus!

Ketógrjónagrautur

Grautur  magn fyrir 2-3

  • 1 pakki BareNaked konjac-grjón
  • 3 msk. chiafræ
  • 3 dl. rjómi
  • 1 tsk. salt (má vera meira)
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2 tsk. ketóvæn sæta t.d. ethrytol/stevía

Hugmyndir að toppi

  • Kanill
  • Strásæta
  • Sykurlaus sulta
  • Möndluflögur

Aðferð:

  1. Setjið 2 dl af rjóma í miðlungsstóran pott og bætið chiafræjum, salti, vanilludropum og sætu út í.
  2. Skolið Barenaked-hrísgrjónin undir köldu vatni og setjið út í pottinn þegar rjóminn er orðinn vel þykkur.
  3. Hrærið saman í tvær mínútur og berið svo fram með kanil, uppáhaldsberjunum eða góðri sultu.
  4. Grjónin sjálf draga mjög lítið af vökva í sig og því er mikilvægt að leyfa rjómablöndunni með chiafræjunum að vera undirstaðan og bæta grjónunum út í upp á fyllingu.
Ljósmynd/Hanna Þóra
mbl.is