Elsku óútreiknanlegi og spennandi Sporðdrekinn minn,
Elsku óútreiknanlegi og spennandi Sporðdrekinn minn,
Elsku óútreiknanlegi og spennandi Sporðdrekinn minn,
það er algjörlega ónauðsynlegt að hafa áhyggjur og kvíða fyrir fram fyrir einhverju sem hefur ekki gerst. Það hefur allt bjargast hingað til, þótt á síðustu stundu sé. Og svolítið þannig verður orkan þín á næstunni. Ekkert vera að plana of mikið, því þá bjargast allt og það er eins og þú fáir upp í hendurnar á þér svörin við því hvernig þú getur einfaldað og gert hlutina svo dásamlega auðvelda.
Það er undir þér sjálfum komið að setja fjör í líf þitt. Það heldur enginn um fjörstöngina nema þú. Settu í fimmta gír og skapaðu þér spennu, fjör og gleði með því að drífa þig bara af stað.
Ef þú ert sterkt að hugsa til einhverrar manneskju, þá áttu að hafa samband við hana, það er hinn andlegi sími að hringja í þig. Ekki hugsa þig tvisvar um og sérstaklega skaltu gera þitt besta til að næra þá sem eru eldri en þú og þér tengdastir. Í þessu öllu saman er algjörlega bannað að taka sér of langan tíma í það að loka og læsa sig inni í einhverjum ruglhugsunum sem passa þér alls ekki.
Þú hefur nefnilega x-factorinn og ég man ekki betur en það hafi verið Sporðdreki sem hannaði merki Nike, „Just do it“.
Fyrir þá sem eru svo heppnir að vera á lausu, þá er ástríðan blundandi í hverjum steini, en innst inni ertu ekki viss hvort þú viljir leika þér eða gera alvöru úr hlutunum, tíminn mun leiða það í ljós.
Fyrir hina sem eru svo heppnir að eiga maka, þá er það eina sem þú þarft að gera ef einhver leiði sækir að þér, að skoða þær miklu og sterku tilfinningar sem þið áttuð einhvern tímann. Því tilfinningar eyðast aldrei, það þarf bara stundum að ná í þær til baka. Þá fyllistu friði í sambandið og lífið gengur smurt.
Knús og kossar,
Sigga Kling