Leikarinn David Schwimmer segir að það styttist í tökur á nýju Friends-þáttunum sem HBO Max mun framleiða. Schwimmer sagði í viðtali við Andy Cohen á dögunum að líklega hæfust tökur innan nokkurra vikna.
Leikarinn David Schwimmer segir að það styttist í tökur á nýju Friends-þáttunum sem HBO Max mun framleiða. Schwimmer sagði í viðtali við Andy Cohen á dögunum að líklega hæfust tökur innan nokkurra vikna.
Leikarinn David Schwimmer segir að það styttist í tökur á nýju Friends-þáttunum sem HBO Max mun framleiða. Schwimmer sagði í viðtali við Andy Cohen á dögunum að líklega hæfust tökur innan nokkurra vikna.
Greint var frá því í febrúar á síðasta ári að HBO Max stefndi að því að gera Friends-endurkomuþætti. Gerð þeirra hefur verið frestað ítrekað vegna kórónuveirunnar en nú segir Schwimmer að það sé loksins búið að finna út úr því hvernig sé hægt að taka þá upp á öruggan hátt.
Schwimmer fór með hlutverk fornleifafræðingsins Ross Gellers í þáttunum en með honum verða öll þau úr upprunalegu þáttunum, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og Matthew Perry.