Uppáhaldssaltfiskréttur Hönnu Þóru

Uppskriftir | 8. mars 2021

Uppáhaldssaltfiskréttur Hönnu Þóru

Þessi uppskrift kemur frá Hönnu Þóru og er í ketó útgáfu en hún segir uppskriftina algjörlega frábæra og fremur auðvelda. 

Uppáhaldssaltfiskréttur Hönnu Þóru

Uppskriftir | 8. mars 2021

Ljósmynd/Hanna Þóra

Þessi uppskrift kemur frá Hönnu Þóru og er í ketó útgáfu en hún segir uppskriftina algjörlega frábæra og fremur auðvelda. 

Þessi uppskrift kemur frá Hönnu Þóru og er í ketó útgáfu en hún segir uppskriftina algjörlega frábæra og fremur auðvelda. 

„Þennan saltfiskrétt gerði tengdamamma reglulega fyrir nokkrum árum en hann var í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni. Upprunalega uppskriftin var með hveitiraspi en ketóvæna útgáfan kemur dásamlega út,“ segir Hanna Þóra.

Uppáhaldssaltfiskrétturinn minn í ketóvænni útgáfu með hvítlauk, rauðum chili og ólífum

Fyrir tvo

  • 800 g saltfiskur
  • 1 dl kókoshveiti
  • svartur pipar
  • ólífuolía til steikingar

Toppur

  • 2 stk. hvítlauksgeirar
  • 1/2 krukka steinlausar svartar ólífur
  • 2 stk. rauður chilipipar
  • steinselja (krulluð)

Aðferð:

  1. Fjarlægið roðið af saltfiskinum og stráið kókoshveiti báðum megin.
  2. Kryddið með svörtum pipar og hitið pönnu.
  3. Steikið upp úr ólífuolíu á miðlungshita báðum megin en passið að snúa fiskinum bara einu sinni til að passa kókoshveitiraspinn.
  4. Þegar fiskurinn er orðinn fallega gylltur leggið hann þá í ofnfast mót.
  5. Skerið hvítlauksgeira í þunnar sneiðar.
  6. Skerið rauðan chili niður í sneiðar (ég tek fræin úr en allur hitinn leynist í þeim).
  7. Skerið ólífurnar niður í 2-3 búta hverja. Passið að engir steinar leynist inni í þeim.
  8. Steikið hvítlauk, chili og ólífur upp úr olíu og leggið yfir fiskinn í ofnfasta mótinu.
  9. Bakið fiskinn í um 20 mínútur og setjið steinselju yfir rétt áður en fiskurinn er borinn á borð.
Ljósmynd/Hanna Þóra
Ljósmynd/Hanna Þóra
mbl.is