Hundar forsetahjónanna bandarísku hafa verið fluttir úr Hvíta húsinu og aftur á heimili fjölskyldunnar í Delaware. Ástæðan er sögð vera árásargirni yngri hundsins, Majors, sem sagður er hafa bitið öryggisstarfsmann.
Hundar forsetahjónanna bandarísku hafa verið fluttir úr Hvíta húsinu og aftur á heimili fjölskyldunnar í Delaware. Ástæðan er sögð vera árásargirni yngri hundsins, Majors, sem sagður er hafa bitið öryggisstarfsmann.
Hundar forsetahjónanna bandarísku hafa verið fluttir úr Hvíta húsinu og aftur á heimili fjölskyldunnar í Delaware. Ástæðan er sögð vera árásargirni yngri hundsins, Majors, sem sagður er hafa bitið öryggisstarfsmann.
Þýsku fjárhundarnir Champ og Major fluttu inn í Hvíta húsið skömmu á eftir eigendum sínum, Joe og Jill Biden, eftir fjögurra ára fjarveru hunda í húsinu meðan á forsetatíð Trumps stóð.
Champ er 13 ára gamall en hjónin ættleiddu hinn þriggja ára gamla Major árið 2018, og er hann fyrsti hundurinn sem hefur haft búsetu í Hvíta húsinu eftir að hafa verið ættleiddur úr skýli fyrir heimilislausa hunda.
Samkvæmt heimildum CNN átti Major við nokkur vandamál að stríða og veittist hann gjarnan stökkvandi að starfsfólki Hvíta hússins.
Í viðtali í síðasta mánuði sagði forsetafrúin að mikilvægt væri að hundarnir fengju að venjast nýja húsnæðinu, þar sem þeir þyrftu meðal annars að taka lyftu og fara út í garð þar sem þeir hefðu fjölda áhorfenda.