Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að Jacob Chansley, einn af mest áberandi innrásarmönnunum í þinghús Bandaríkjanna í byrjun árs, væri of hættulegur til að hann gæti fengið að ganga laus. Hann hefur verið ákærður fyrir innrásina og mun áfram, samkvæmt úrskurði dómarans, þurfa að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er tekið fyrir.
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að Jacob Chansley, einn af mest áberandi innrásarmönnunum í þinghús Bandaríkjanna í byrjun árs, væri of hættulegur til að hann gæti fengið að ganga laus. Hann hefur verið ákærður fyrir innrásina og mun áfram, samkvæmt úrskurði dómarans, þurfa að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er tekið fyrir.
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að Jacob Chansley, einn af mest áberandi innrásarmönnunum í þinghús Bandaríkjanna í byrjun árs, væri of hættulegur til að hann gæti fengið að ganga laus. Hann hefur verið ákærður fyrir innrásina og mun áfram, samkvæmt úrskurði dómarans, þurfa að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er tekið fyrir.
Dómarinn, Royce Lamberth, sagði að Chansley iðraðist ekki og gæti framkvæmt frekari árásir gegn stjórnvöldum í Bandaríkjunum ef hann yrði settur í stofufangelsi. Þá ávítaði Lamberth Chansley fyrir að hafa „skilið sig frá raunveruleikanum“ með því að halda því fram að aðgerðir hans 6. janúar hefðu verið friðsamlegar og skaðlausar.
„Sakborningurinn lýsir sér sem friðsamlegri manneskju sem lögreglumenn tóku á móti við þinghúsið þann 6. janúar. Dómstóllinn telur enga af mörgum tilraunum hans til að hagræða sönnunargögnum og lágmarka alvarleika aðgerða hans sannfærandi,“ skrifaði Lamberth.
Chansley hefur síðustu vikur reynt að fá dómarann til þess að láta hann lausan.