Gildisdómar og endursagnir eða staðhæfingar um staðreyndir

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. mars 2021

Gildisdómar og endursagnir eða staðhæfingar um staðreyndir

Í þeim tveimur tilvikum þar sem Aldís Schram var dæmd fyrir meiðyrði með ummælum sínum um föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, í Morgunútvarpi Rásar 2 frá 17. janúar 2019 var um að ræða staðhæfingu um staðreynd án fyrirvara. Þar sem ummælin fjölluðu annars vegar um barnagirnd og hins vegar barnaníð var um alvarlegar staðhæfingar að ræða þar sem rík krafa er um sönnunarbyrði. Ekki voru hins vegar gögn til staðar sem studdu þessi ummæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í dag.

Gildisdómar og endursagnir eða staðhæfingar um staðreyndir

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. mars 2021

Jón Baldvin Hannibalsson höfðaði mál á hendur Aldísi dóttur sinni …
Jón Baldvin Hannibalsson höfðaði mál á hendur Aldísi dóttur sinni og Sigmari Guðmundssyni fjölmiðlamanni hjá RÚV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í þeim tveimur tilvikum þar sem Aldís Schram var dæmd fyrir meiðyrði með ummælum sínum um föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, í Morgunútvarpi Rásar 2 frá 17. janúar 2019 var um að ræða staðhæfingu um staðreynd án fyrirvara. Þar sem ummælin fjölluðu annars vegar um barnagirnd og hins vegar barnaníð var um alvarlegar staðhæfingar að ræða þar sem rík krafa er um sönnunarbyrði. Ekki voru hins vegar gögn til staðar sem studdu þessi ummæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í dag.

Í þeim tveimur tilvikum þar sem Aldís Schram var dæmd fyrir meiðyrði með ummælum sínum um föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, í Morgunútvarpi Rásar 2 frá 17. janúar 2019 var um að ræða staðhæfingu um staðreynd án fyrirvara. Þar sem ummælin fjölluðu annars vegar um barnagirnd og hins vegar barnaníð var um alvarlegar staðhæfingar að ræða þar sem rík krafa er um sönnunarbyrði. Ekki voru hins vegar gögn til staðar sem studdu þessi ummæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr í dag.

Samtals var Aldís og Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður kærð fyrir samtals fjórtán ummæli. Sigmar var sýknaður í málinu og Aldís af átta ummælum en tvenn ummæli voru sem fyrr segir dæmd ómerk. Þau voru „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ og „... og sigra hann og hans barn­aníðinga­banda­lag.“

Í dóminum segir óumdeilt að Jón Baldvin sé opinber persóna og að viðtalið við Aldísi verði að meta í því ljósi að umtalsverður aðdragandi sé að því. Þannig hafi komið fram hópur á Facebook þar sem ýmsar konur lýstu samskiptum sínum við Jón og árið 2019 hafi Stundin birt umfjöllun undir fyrirsögninni „Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins.“ Í umfjölluninni er meðal annars rætt við Jón Baldvin þar sem hann segir frásagnir kvennanna eiga rætur að rekja til Aldísar og kallar hann málið fjölskylduharmleik. Þá segir hann Aldísi hafa spunnið þessar sögur og að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða alllengi.

Þrír flokkar ummæla

Dómurinn flokkar ummælin sem kært er fyrir í þrjá flokka.

Í fyrsta lagi sé um að ræða ummæli sem varði meinta aðkomu Jóns Baldvins að sjálfræðissviptingu og nauðungarvistun Aldísvar vegna meintra andlegra veikinda hennar. Þar er samtals um að ræða níu ummæli.

Í öðru lagi séu ummæli sem lúti að því að Jón Baldvin sé haldinn barnagirnd, að hann misnoti börn, sé barnaníðingur og tilheyri barnaníðingsbandalagi. Samtals var þar um að ræða fjögur ummæli.

Að lokum eru ein ummæli um meint sifjaspell Jóns.

Aldísi gefið rúmt svigrúm vegna fyrri ummæla Jóns

Dómurinn segir að umfjöllun um kynferðislega áreitni, hvernig farið er með opinbert vald og hvernig staðið er að sviptingu sjálfræðis eða nauðungavistun þeirra sem eiga við andleg vanheilindi að stríða eigi allt erindi við almenning. Þá segir jafnframt að Jón Baldvin hafi fyrst beint athygli að meintum veikindum Aldísar og vænt hana um standa á bak við sögur kvennanna.

Því sé rétt að horfa til þess að Aldísi sé gefið rúmt svigrúm til tjáningar um þetta málefni, en þó er tekið fram að hún geti þó ekki sagt hvað sem er, enda þurfi áfram að huga að því að passa upp á rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Meta þurfi hvort ummælin fari út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar og þar með gangi of nærri hagsmunum Jóns Baldvins og réttindum hans.

Flest ummælin gildisdómar, endursagnir eða lýstu upplifun

Í öllum tilvikum þar sem kært var fyrir ummæli sem tengdust aðkomu Jóns Baldvins að meintri sjálfræðissviptingu og nauðungarvistun sem og um meint sifjaspell, þá taldi dómurinn að ummælin þyrfti að meta heildstætt og að þau væru gildisdómar endursagnir af fyrri samskiptum eða lýstu upplifun. Í sumum tilfellum væru ummælin einnig byggð á gögnum, meðal annars þau sem vörðuðu aðkomu Jóns Baldvins að nauðungarvistun Aldísar.

Réttlætanleg ummæli en hvöss og gengu nærri réttindum

Sem fyrr segir voru þau ummæli sem dómurinn flokkaði sem ummæli um að Jón Baldvin væri haldinn barnagirnd eða væri barnaníðingur samtals fjögur talsins. Í tveimur tilfellum taldi dómurinn hins vegar að ekki ætti að ómerkja þau. Annars vegar ummælin „... hann er þá líka að mis­nota lít­il börn“ en þar segir dómurinn að vísað sé til atviks í Washington árið 2002 þar sem Aldís hafi verið að rifja upp atvik frá því að hún var fimm ára. Ummælin feli í sér frásögn og verði að meta heildsætt sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd. Þá sé ekki hægt að gera kröfu um að hún sanni atvik frá því að hún var fimm ára. Telur dómurinn ummælin því réttlætanleg jafnvel þótt þau hafi verið hvöss og gengið nærri réttindum Jóns Baldvins.

Seinni ummælin „... ég neita að skilja þau eft­ir í um­sjón karls sem káf­ar á litl­um stúlku­börn­um“ segir dómurinn að sé endursögn Aldísar af samtali við móður sína og lýsi upplifun hennar. Það eigi því sama við þar og í fyrri ummælunum.

Ekki gögn sem styðja tvenn ummæli sem teljast staðhæfingar

Fyrri ummælin sem voru dæmd ómerk, „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ var svar Aldísar við spurningu Sigmar þar sem hann sagði áður: „Þú talar um eins og þetta sé fíkn, hann stjórnist af einhverri fíkn.“ Dómurinn segir að í þessu tilviki sé enginn fyrirvari gerður við fullyrðinguna og að vísað sé sérstaklega til Jóns. Bent er á að einstaklingar sem haldnir séu barnagirnd séu almennt taldir hættulegir börnum. Þrátt fyrir ásakanir allmargra kvenna um óviðurkvæmilega hegðun Jóns Baldvins, m.a. þegar þær voru á barnsaldri, þá verði ekki séð að hann hafi sætt lögreglurannsókn vegna þessa nema í máli frænku sinnar, Guðrúnar Harðardóttur. Það mál hafi hins vegar verið fellt niður árið 2007 og fyrir utan bréf Jóns Baldvins til Guðrúnar séu ekki önnur gögn til stuðnings yfirlýsingu Aldísar.

„Það er m.ö.o. mat dómsins að hagsmunir stefnanda af því að vera laus undan því að vera bendlaður við barnagirnd séu, eins og hér stendur á, mun ríkari en hagsmunir stefndu til að bendla hann við aðila sem haldnir eru slíkri girnd,“ segir í dóminum.

Um síðari ummælin „... og sigra hann og hans barn­aníðinga­banda­lag“ gildir að mati dómsins það sama. Barnaníð vísar til refsiverðrar háttsemi og að það sé alvarleg yfirlýsing. Þá feli ummælin í sér staðhæfingu um staðreynd en ekki gildisdóm. Aftur telur dómurinn að ekki séu gögn sem styðji þessi ummæli sem staðreynd og því skuli þau dæmd ómerk.

mbl.is