Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á símtölum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, síðastliðinn aðfangadag.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á símtölum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, síðastliðinn aðfangadag.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á símtölum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, síðastliðinn aðfangadag.
Tilefni símtalsins voru umræður um verklag lögreglu í tengslum við veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmennu samkvæmi í Ásmundarsal.
Nefndin tók málið til athugunar en hefur nú gert hlé á þeirri athugun, eins og kom fram hjá RÚV í dag. Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að nú sé það í höndum umboðsmanns Alþingis að halda áfram með málið, kjósi hann að gera svo.
„Umboðsmaður Alþingis ræður því sjálfur. Hann hefur gefið það skýrt út að hann athugar ekki mál sjálfur ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er að athuga þau. Þar af leiðandi er sú leið farin að nefndin gerir hlé á sinni athugun og þá skapast svigrúm fyrir umboðsmann. Það er síðan hans að meta hvort hann athugi málið yfir höfuð, við höfum ekki boðvald yfir honum,“ segir Jón.