Gera hlé á athugun sinni

Gera hlé á athugun sinni

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á símtölum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, síðastliðinn aðfangadag.

Gera hlé á athugun sinni

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 15. mars 2021

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á símtölum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, síðastliðinn aðfangadag.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á símtölum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, síðastliðinn aðfangadag.

Tilefni símtalsins voru umræður um verklag lögreglu í tengslum við veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmennu samkvæmi í Ásmundarsal.

Nefndin tók málið til athugunar en hefur nú gert hlé á þeirri athugun, eins og kom fram hjá RÚV í dag. Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að nú sé það í höndum umboðsmanns Alþingis að halda áfram með málið, kjósi hann að gera svo.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Umboðsmaður Alþingis ræður því sjálfur. Hann hefur gefið það skýrt út að hann athugar ekki mál sjálfur ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er að athuga þau. Þar af leiðandi er sú leið farin að nefndin gerir hlé á sinni athugun og þá skapast svigrúm fyrir umboðsmann. Það er síðan hans að meta hvort hann athugi málið yfir höfuð, við höfum ekki boðvald yfir honum,“ segir Jón.

mbl.is