Francis páfi kallaði aftur eftir friði í Mjanmar í dag og vísaði í máli sínu til nunnu sem kraup á hné til þess að biðja vopnaða lögreglumenn um vægð. Nunnan, Ann Rose Nu Tawng, bað lögreglumennina um að skjóta sig frekar en börnin á svæðinu.
Francis páfi kallaði aftur eftir friði í Mjanmar í dag og vísaði í máli sínu til nunnu sem kraup á hné til þess að biðja vopnaða lögreglumenn um vægð. Nunnan, Ann Rose Nu Tawng, bað lögreglumennina um að skjóta sig frekar en börnin á svæðinu.
Francis páfi kallaði aftur eftir friði í Mjanmar í dag og vísaði í máli sínu til nunnu sem kraup á hné til þess að biðja vopnaða lögreglumenn um vægð. Nunnan, Ann Rose Nu Tawng, bað lögreglumennina um að skjóta sig frekar en börnin á svæðinu.
„Ég krýp einnig á hné á götum Mjanmar,“ sagði páfinn og bætti við: „Bindið enda á ofbeldið.“
„Ég breiði einnig út faðm minn og segi, látið samtalið ráða ferðinni. Blóð leysir ekkert.“
Myndskeið af nunnunni, þar sem hún biður lögreglumenn um að „hlífa börnunum“ og taka hennar líf í stað þeirra, fór í mikla dreifingu á internetinu fyrr í mánuðinum. Litið er á aðgerðir Nu Tawng sem tákn um hugrekki mótmælenda gegn herforingjastjórninni í Mjanmar.
Páfinn hefur ítrekað kallað eftir friði í Mjanmar síðan mótmælin hófust í kjölfar valdaráns herforingjastjórnarinnar í febrúarmánuði. Leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, var tekin höndum í valdaráninu.
Herforingjastjórnin grípur sífellt til harðari aðgerða gegn mótmælendum en um 200 þeirra hafa látið lífið síðan mótmælin hófust.