„Bindið enda á ofbeldið“

Valdarán í Mjanmar | 17. mars 2021

„Bindið enda á ofbeldið“

Francis páfi kallaði aftur eftir friði í Mjanmar í dag og vísaði í máli sínu til nunnu sem kraup á hné til þess að biðja vopnaða lögreglumenn um vægð. Nunnan, Ann Rose Nu Tawng, bað lögreglumennina um að skjóta sig frekar en börnin á svæðinu. 

„Bindið enda á ofbeldið“

Valdarán í Mjanmar | 17. mars 2021

Francis páfi kallaði aftur eftir friði í Mjanmar í dag og vísaði í máli sínu til nunnu sem kraup á hné til þess að biðja vopnaða lögreglumenn um vægð. Nunnan, Ann Rose Nu Tawng, bað lögreglumennina um að skjóta sig frekar en börnin á svæðinu. 

Francis páfi kallaði aftur eftir friði í Mjanmar í dag og vísaði í máli sínu til nunnu sem kraup á hné til þess að biðja vopnaða lögreglumenn um vægð. Nunnan, Ann Rose Nu Tawng, bað lögreglumennina um að skjóta sig frekar en börnin á svæðinu. 

„Ég krýp einnig á hné á götum Mjanmar,“ sagði páfinn og bætti við: „Bindið enda á ofbeldið.“

„Ég breiði einnig út faðm minn og segi, látið samtalið ráða ferðinni. Blóð leysir ekkert.“

200 mótmælendur látnir

Myndskeið af nunnunni, þar sem hún biður lögreglumenn um að „hlífa börnunum“ og taka hennar líf í stað þeirra, fór í mikla dreifingu á internetinu fyrr í mánuðinum. Litið er á aðgerðir Nu Tawng sem tákn um hugrekki mótmælenda gegn herforingjastjórninni í Mjanmar.

Móðir Khant Nyar Hein, mótmælanda sem lést í átökum við …
Móðir Khant Nyar Hein, mótmælanda sem lést í átökum við lögreglu, í jarðarför hans. AFP

Páfinn hefur ítrekað kallað eftir friði í Mjanmar síðan mótmælin hófust í kjölfar valdaráns herforingjastjórnarinnar í febrúarmánuði. Leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, var tekin höndum í valdaráninu. 

Herforingjastjórnin grípur sífellt til harðari aðgerða gegn mótmælendum en um 200 þeirra hafa látið lífið síðan mótmælin hófust. 



mbl.is