Herstjórnin í Mjanmar hefur tekið starfsmann, frá góðgerðasamtökunum Open Society Foundations, höndum er kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem hvetja til þess að hann verði látinn laus tafarlaust.
Herstjórnin í Mjanmar hefur tekið starfsmann, frá góðgerðasamtökunum Open Society Foundations, höndum er kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem hvetja til þess að hann verði látinn laus tafarlaust.
Herstjórnin í Mjanmar hefur tekið starfsmann, frá góðgerðasamtökunum Open Society Foundations, höndum er kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem hvetja til þess að hann verði látinn laus tafarlaust.
Samtökin eru fjármögnuð af bandaríska milljarðamæringnum alræmda George Soros. Hlutverk samtakanna hefur verið meðal annars að hjálpa við fjármögnun fjölmiðla og félagasamtaka í Mjanmar undanfarin ár.
Ríkisfjölmiðill Mjanmar tilkynnti á mánudaginn að yfirvöld teldu að samtökin hefðu beint fjármunum til þeirra sem hvetja til borgaralegrar óhlýðni og þeirra sem standa á móti herstjórninni.
Bankareikningar samtakanna í Mjanmar höfðu verið frystir og í síðustu viku kom til þess að starfsmaður var tekinn höndum samkvæmt fréttaflutningi Global New Light of Myanmar fréttablaðsins.
Handtökuheimild hefur verið gefin út fyrir 11 starfsmenn Open Society til viðbótar.
Frá höfuðstöðvum samtakanna, sem eru staðsettar í New York, hefur komið tilkynning þess efnis að ekkert sé hæft í ásökunum á hendur skrifstofunnar í Mjanmar um að hafa fjármagnað félagasamtök ólöglega.