Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann

Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann

Fjölmargir íslenskir sjónvarpsáhorfendur sitja nú fastir við skjáinn að fylgjast með norsku þáttaröðinni Exit 2 þar sem saga litríkra karla úr norsku fjármálalífi er sögð og áhrif þeirra á sína nánustu. 

Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann

Elínrós Líndal einstaklings-og fjölskylduráðgjafi | 18. mars 2021

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Fjölmargir íslenskir sjónvarpsáhorfendur sitja nú fastir við skjáinn að fylgjast með norsku þáttaröðinni Exit 2 þar sem saga litríkra karla úr norsku fjármálalífi er sögð og áhrif þeirra á sína nánustu. 

Fjölmargir íslenskir sjónvarpsáhorfendur sitja nú fastir við skjáinn að fylgjast með norsku þáttaröðinni Exit 2 þar sem saga litríkra karla úr norsku fjármálalífi er sögð og áhrif þeirra á sína nánustu. 

Það er hægt að horfa á þættina með alls konar gleraugum. Flestir þeir sem hafa ekki tekið þátt í svipaðri atburðarás eiga erfitt með að trúa því sem þeir sjá á skjánum. Af öllu því sem hægt er að gera við peninga er þeim best varið í vændi og kókaín? Af hverju kaupa sumir karlar sem eru fjárhagslega sterkir sér aðgang að lík­ama kvenna í neyð (e. survi­val sex work)? 

Peningar virðast magna upp persónuleika fólks ef marka má þættina. Gott fólk gerir góða hluti við peninga. Fólk á vondum stað virðist eyða þeim meðal annars til að níðast á sjálfum sér og öðrum. 

Peningar, völd og útlit kaupir fólk ekki út úr stjórnlausum aðstæðum og það sem hitti mig í hjartastað þegar ég horfði á þættina var hversu illa haldnir þessir einstaklingar voru. Málið er nefnilega að það er ákaflega lítið sjálfsvirðing fólgin í stjórnleysi á kynferðissviðinu. Kynlífið er eins og íþróttaæfing undir áhrifum þar sem enginn man hvað neinn gerði eða sagði. 

Mér er minnisstætt atriði úr einni senunni þegar Henrik var kominn með köfnunartilfinningu heima hjá sér og hafði fundið þráhyggju sinni farveg í faðmi vændiskonu sem hann gat að sjálfögðu samt ekki látið sjá sig með. Málið er nefnilega að Dr. Jekyll og Mr. Hyde er ekki sami maðurinn þótt þeir búi stundum í einum og sama líkamanum.

Að sama skapi er forvitnilegt að fylgjast með hlutgervingu Adam Veile þegar kemur að eiginkonu hans. Hvernig hún var einskis virði þegar hún var ekki með honum og hvernig hann varð að vita allt sem hún gerði. Hann elskaði að hata hana og upplifði sig eiga hana meira en hún átti sig sjálf.

Í Bandaríkjunum í dag er áætlað að 17-37 milljónir einstaklinga (6-8%) séu háðir kynlífi, klámi og/eða rómatískum fantasíum á einhvern hátt. Ástar- og kynlífsfíkn er umdeild á meðal sálfræðinga og hefur greiningin ekki fengið samþykki inn í þeirra flokkunarkerfi (e. DSM-5) þótt World Health Organization vilji sýna málaflokknum stuðning og hefur viðkennt þráhyggjukenndan kynferðislegan hegðunarvanda í flokkunarkerfinu sínu (ICD-11). 

Ástar- og kynlífsfíklar hafa getað leitað sér að 12 spora stuðningi í yfir fjörutíu ár. Á tíunda áratugnum kom dr. Patrick Carnes með þá skilgreiningu að ástar- og kynlífsfíkn sé stjórnlaust samband við hugbreytandi upplifun. Líkt og skilgreining á alkóhólisma var/er stjórnlaust samband við hugbreytandi efni. 

Sérfræðingar í Bandaríkjunum notast við greiningakerfi Carnes frá árinu 2005. 

Ef Íslendingar halda í við Bandaríkin á þessu sviði má áætla að allt að 25.000 einstaklingar finni fyrir stjórnleysi á kynferðissviðinu. Ofan á þá tölu má bæta við aðstandendum þeirra, börnum og maka. Svo vandinn gæti verið talsverður á eyjunni okkar líka. 

Vinsælasta meðferðarúrræðið í dag er áfallamiðuð nálgun í bland við hefðbundið 12 spora kerfi þar sem litið er á stjórnleysið sem afleiðingar af áföllum. Horft er á fjölskyldukerfið í bland við hugmyndir 12 sporanna þar sem talað er um stjórnleysið sem sjúkdóm. 

Algengt er að einstaklingur sem grunar að hann hafi misst tökin á lífinu sínu fari í greiningu hjá fagaðila eða skoði viðurkenndar leiðir til að átta sig á stjórnleysinu. 12 spora samtök á borð við SLAA eru með sjálfskönnun sem getur hjálpað fólki til að átta sig á stöðunni. 

Margir óttast að halda sig frá kynlífi og áfengi og í raun og veru öllu sem skilgreint er sem botnhegðun. Það er áhugavert því ef þú hefur verið að sofa of mikið hjá í þrjátíu ár þá má áætla að tímabundið fráhald frá því geti haft jákvæð áhrif. Svo ekki sé talað um langvarandi meðferð þar sem byggt er upp nýtt líf með öðruvísi hegðun og hugsun. 

Í fráhaldi ná sérfræðingar oft að átta sig á hvort um annan undirliggjandi vanda sér að ræða og hvaða tilfinningar eru að koma upp sem þarf að vinna úr. Fjölmargir einstaklingar hafa náð að halda sig frá stjórnleysinu og byggja upp líf sitt aftur. Svo gagnreyndar aðferðir virka. Eins er mælt með áframhaldandi uppbyggingu þar sem einstaklingur lærir heilbrigðar leiðir til að upplifa ást og nánd við aðra aðila. 

Það þarf að vinna sérstaklega með maka og börn þeirra sem missa stjórn á þessu sviði. Enda erfitt að setja sig í spor þess sem hefur sem dæmi verið hamingjusamlega giftur til fjölda ára áður en upp kemst um ótal framhjáhöld og óheiðarleika.

Barneignir, uppeldi, vinna og fleira er nokkuð sem á hug flestra og því ómögulegt fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvar má finna tíma eða áhuga fyrir slíkt stjórnleysi.

Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann og heggur vanalega beint í sjálfsvirðingu og öryggi þeirra sem standa utan við fíknina. Við sjáum vanalega þrenns konar hegðun hjá þeim sem eru aðstandendur. 

Það er mikilvægt að átta sig á að áfallstreita og hegðunareinkenni í kjölfar þess að maki kemst að óheiðarleika í hjónabandinu sínu, getur verið óstjórnlegur ótti og stjórnleysi í hegðun, tali og hugsun. 

Það er ekki mælt með því að greina makann þótt hann sýni mikil viðbrögð. Í raun má segja að ýkt viðbrögð séu góð varnarviðbrög. 

Gæta þarf sérstaklega að þeim aðstandendum sem sýna engin viðbrögð. Þeir gætu verið í alvarlegu áfalli sem einkennist af doða (e dissociation). Þess vegna er talið hraustleikamerki hjá maka ef sá sem er í stjórnleysinu, fær reisupassann af heimilinu tímabundið, heilbrigð mörk og afarkosti. 

Það er mikilvægt að meðferðaraðili taki ekki þátt í því að viðhalda sjónarspili ástar- og kynlífsfíkilsins og sé þar með hluti af þeim lygavef sem einstaklingurinn hefur búið til í kringum sig. Algeng einkenni ástar- og kynlífsfíkils er að þeir eru hvatvísir, þeir álykta til um tilfinningalíf annarra, þeir eru ásakendur eða fórnarlömb og eiga sér leynilegt líf sem þeir telja sér trú um að komist ekki upp.

Eins eru þeir oft og tíðum í nánum samskiptum við aðila sem geta ógnað öryggi fjölskyldu og maka þeirra.

Þegar upp hefur komist um sjónarspilið er algengt að makinn loki sig af og upplifi mikla skömm yfir því sem hefur verið í gangi utan hjónabandsins. Mikilvægt er að þessir einstaklingar njóti sannmælis og unnið sé úr áföllum sem hafa átt sér stað, farið sé í uppgjör í sambandinu undir handleiðslu sérfræðings þar sem makinn getur tekið ákvörðun um hvort og hvað hann vilji vita tengt stjórnleysinu og geti þannig tekið betri ákvarðanir um hvað þeir vilja gera í framhaldinu.

Ég hef fengið of mörg tilfelli til mín þar sem makinn hefur fengið á sig stimpil fyrir að vera ofbeldisfullur eða með einkenni jaðarpersónuleika í stað þess að farið sé ofan í mynstrið í sambandinu. Það þykir mér miður því aðstandendur eru vanalega gott fólk sem ánægjulegt er að vinna með. Þeir svara meðferð vel og eru krafmiklir einstaklingar sem ætluðu sér ekki að lenda í stjórnleysinu. 

Algeng hliðarhegðun í samböndum með ástar- og kynlífsfíklum er vanmáttur tengt mat þar sem makinn er óeðlilega grannur eða borðar yfir tilfinningar sínar. Óeðlilega mikil innkaup á alls konar varningi. Aftenging við raunveruleikann er einnig mikil vegna þess að einstaklingur hefur lifað í gaslýsingu í lengri tíma og er því farinn að vantreysta eigin upplifun og innsæi. 

Mín reynsla er hins vegar sú að þar sem er reykur má oft finna eld. Innsæi fólks er sterkara en marga grunar. 

mbl.is