Ekki í boði að mæta á Óskarinn á Zoom

Óskarsverðlaunin 2021 | 19. mars 2021

Ekki í boði að mæta á Óskarinn á Zoom

Óskarsverðlaunin fara fram þann 25. apríl næstkomandi þrátt fyrir heimsfaraldur. Verðlaunahátíðin verður minni í sniðum í ár en fólki er þó ekki gefin kostur á að tengjast hátíðinni í gegnum fjarfundarbúnað. 

Ekki í boði að mæta á Óskarinn á Zoom

Óskarsverðlaunin 2021 | 19. mars 2021

Hildur Guðnadóttir hreppti Óskarinn árið 2020.
Hildur Guðnadóttir hreppti Óskarinn árið 2020. AFP

Óskarsverðlaunin fara fram þann 25. apríl næstkomandi þrátt fyrir heimsfaraldur. Verðlaunahátíðin verður minni í sniðum í ár en fólki er þó ekki gefin kostur á að tengjast hátíðinni í gegnum fjarfundarbúnað. 

Óskarsverðlaunin fara fram þann 25. apríl næstkomandi þrátt fyrir heimsfaraldur. Verðlaunahátíðin verður minni í sniðum í ár en fólki er þó ekki gefin kostur á að tengjast hátíðinni í gegnum fjarfundarbúnað. 

Skipuleggjendur sendu þeim tilnefndu bréf á dögunum sem birtist á vef Deadline. Ef fólk mætir ekki sjálft taka skipuleggjendur við verðlaununum fyrir hönd verðlaunahafa. „Við viljum láta ykkur vita sem geta ekki mætt vegna tímasetningar eða ferðatakmarkana að það kemur ekki til greina að vera á Zoom á verðlaunahátíðinni,“ segir í bréfinu. 

Óskarsverðlaunin eru ein eftirsóttustu verðlaun í heimi og fólk vant að mæta í sínu fínasta pússi á rauða dreglinum. Þrátt fyrir að hátíðin verður minni en oft áður er gert ráð fyrir að fólk mæti í fínum fötum og er ekki í boði að mæta í hversdagslegum fötum að því fram kemur í bréfinu. 

Allt verður gert til þess að gæta fyllsta öryggis á hátíðinni og er notast við sama viðbúnað og á tökustöðum með tilheyrandi prófunum og sóttvarnarráðstöfunum. 

Ísland kemur við sögu á hátíðinni. Íslenska stutt­mynd­in Já-Fólkið, eða Yes-People, er til­nefnd í flokki stuttra teikni­mynda en Gísli Darri Hall­dórs­son leik­stýrði stutt­mynd­inni, skrifaði hand­ritið og fram­leiddi hana ásamt Arn­ari Gunn­ars­syni. Lagið Húsavík er tilnefnt til verðlaun­anna í flokki laga úr kvik­mynd. 

Óskarsverðlaunin fara fram í lok apríl.
Óskarsverðlaunin fara fram í lok apríl. AFP
mbl.is