Fréttamaður BBC er meðal þeirra sem saknað er í Mjanmar eftir nýjustu atlögu stjórnarhersins í landinu gegn almennum borgurum í Yangon, stærstu borg landsins. Sjö vikur eru síðan herinn gerði uppreisn gegn stjórnvöldum og hneppti Aung Saan Su Kyi, leiðtoga landsins, í stofufangelsi.
Fréttamaður BBC er meðal þeirra sem saknað er í Mjanmar eftir nýjustu atlögu stjórnarhersins í landinu gegn almennum borgurum í Yangon, stærstu borg landsins. Sjö vikur eru síðan herinn gerði uppreisn gegn stjórnvöldum og hneppti Aung Saan Su Kyi, leiðtoga landsins, í stofufangelsi.
Fréttamaður BBC er meðal þeirra sem saknað er í Mjanmar eftir nýjustu atlögu stjórnarhersins í landinu gegn almennum borgurum í Yangon, stærstu borg landsins. Sjö vikur eru síðan herinn gerði uppreisn gegn stjórnvöldum og hneppti Aung Saan Su Kyi, leiðtoga landsins, í stofufangelsi.
Fjöldamótmæli hafa geisað í landinu síðan þá en herinn lagt sig í líma við að kæfa alla andspyrnu með ofbeldi og ógnarstjórn.
Herforingjastjórnin hefur beitt sér gegn fjölmiðlum, afturkallað leyfi fimm sjálfstæðra ljósvakamiðla, gert áhlaup á fréttastofur og handtekið blaðamenn.
Í fréttatilkynningu frá BBC í dag er greint frá því að blaðamannsins Aung Thura sé saknað. Hún starfar við fréttadeild BBC í Mjanmar og skrifar fréttir á búrmísku. „Við erum virkilega áhyggjufull vegna Aung Thura, sem var tekin höndum af óþekktum manni,“ segir í yfirlýsingunni.
Yfir 30 blaðamenn hafa verið handteknir í landinu frá uppreisninni, þar á meðal ljósmyndari fréttaveitunnar AP sem og fréttamaður staðarmiðilsins Mizzima.